Ómálefnanleg umræða um ESB

Umræðan um ESB hér í bloggheimum er stórfurðuleg, þar sem stóryrðin ganga á milli stríðandi fylkinga.

Það er ekkert launungarmál, að ég hef ekki minnsta áhuga á inngöngu og mun berjast gegn henni fram í rauðan dauðann.

En ekki ætla ég samt að segja að Brusselmenn myndu setja allt fjandans til, þótt það séu vandræði í mörgum löndum sambandsins, þá virðist fólk lifa þokkalegu lífi þar, svona almennt séð.

Ég tel okkar hagsmunum mikið betur borgið utan sambandsins, auk þess er afskiptasemi Brusslemanna afar hvimleið.

Fólk hér á landi lifði ágætis lífi meðan Danakonungur ríkti hér á landi. En margir bentu á þá staðreynd, að íslendingum færi betur að stjórna sínum málum, því Danir væru ekki nægjanlega kunnugir íslenskum hagsmunum og það er einmitt kjarni málsins.

Evrópusambands löndin lifa ekki á fiskveiðum eins og við, þar ríkja aðrar aðstæður. Það skiptir Brusselmenn engu máli hvort hvalur er veiddur eður ei, en það skiptir okkur heilmiklu máli. Íslendingar hafa mikið óþol gagnvart atvinnuleysi á meðan Evrópubúar þola það betur, þótt fáar þjóðir beinlínis gleðjist yfir því.

Það setur líka að manni ákveðinn ugg, þegar íbúar sambandsríkja eru farin að kvarta yfir stjórnlyndi Brusselmanna.

Ekkert bendir heldur til þess að ofangreind ríki bjóði upp á betri lífskjör en við njótum hér á landi. Sumt er kannski skárra og annað ekki, því svona mál er aldrei hægt að sjá í svart/hvítu ljósi.

Þetta snýst vitanlega um lífsskoðanir fólks, sumum hentar eflaust betur að búa innan ESB og öðrum ekki.

Fólk þarf einfaldlega að gera það upp við sig, á upplýstan hátt, hvorn kostinn það velur á endanum.

Er það vilji þjóðarinnar að lúta stjórn embættismanna sem þekkja ekki íslenskar aðstæður eða einstaklinga sem eru bornir og barnfæddir hér á landi?

Sumir kvarta yfir spillingu stjórnmálamanna, en benda skal á, að spilling er ekki eingöngu til á Íslandi.

Hún þekkist allstaðar þar sem barátta er um verðmæti, svo er það líka oft ansi snúið að segja til um, hvað sé spilling og hvað ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gætum ekki verið meira sammála!!!!!!!!!!! /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 11.2.2011 kl. 22:35

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2011 kl. 00:20

3 Smámynd: Elle_

Vel orðað, Jón.  

Elle_, 12.2.2011 kl. 01:15

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir innlitin, Halli, Jóna Kolbrún og Elle

Jón Ríkharðsson, 12.2.2011 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband