Slæm afleiðing alheimskreppunnar.

Þessi ríkisstjórn sem nú situr er ekkert annað en slæm afleiðing alheimskreppunnar.

Upplýstir kjósendur taka oft heimskulegar ákvarðanir þegar kreppir að.

Þjóðverjar teljast í hópi fremstu þjóða, hvað varðar heilbrigða skynsemi og gáfnafar almennt. Samt kusu þeir Adolf Hitler, eftir að þeir höfðu þurft að burðast með hjólbörur fullar af seðlum, til þess að kaupa sér, einn ræfils brauðhleif.

Heilbrigð skynsemi hjá þorra íslendinga hvarf um hríð og þeir kusu yfir sig verstu ríkisstjórn lýðveldisins, ég hélt um tíma að þetta væri versta ríkisstjórn veraldarsögunnar, en hámenntaður maður í stjórnmálafræði tjáði mér, að það væri hægt að finna meiri asna í stjórnmálasögunni.

Ekki er verið að líkja blessuðu gömlu konunni við Hitler, því þrátt fyrir afskaplega erfitt lundarfar og síendurtekin bræðiköst, þá er hún nú ólíkt vinalegri í viðmóti heldur en hinn hræðilegi harðstjóri.

Þessi furðulega ríkisstjórn virðist telja sig yfir lögin hafin, Svandís Svavarsdóttir telur sig ekki hafa brotið lög, hún kveðst, eins og Jóhanna blessunin, hafa verið að vinna samkvæmt bestu samvisku.

Ef umhverfisráðherra hlýtur dóm, sem staðfestur er af Hæstarétti fyrir sína bestu samvisku, hver er þá birtingarmynd slæmrar samvisku hjá henni?


mbl.is Svandís segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta held ég að sé hárrétt ályktun hjá Ríkharðssyninum. Ég þekki nefnilega fólk sem var í losti eftir bankahrunið og kaus Vinstra bjálfabandalagið í einhvers konar heilagri reiði, en getur nú ekki á heilu sér tekið vegna þeirra blóðugu mistaka. Ég hitti svona hjón í veislu nýlega ..... þau hágrétu bæði vegna þess að þau höfðu álpast til þess að kjósa Vinstri bjálfana. Mér finnst alltaf erfitt að horfa upp á óhamingjuna svo ég fór að réttlæta gerðir þeirra með ýmsu móti: "þið mátuð stöðuna svona svo ekki er við ykkur að sakast", "þið gerðuð það sem þið tölduð réttast", "þið voruð sár út í Sjálfstæðisflokkinn og ekki að ástæðulausu", og þar fram eftir götunum.

+

En eftir stendur sú harmræna staðreynd að tugþúsundir mætra Íslendinga kusu vinstri flokkana í bræði og dauðskammast sín fyrir það núna.

Baldur Hermannsson, 12.2.2011 kl. 11:34

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Við sendum þessum ágætu hjónum fallegar hugsanir, það eru ekki allir eins sterkir á svellinu og við Baldur minn.

En það leggur þær skyldur á herðar okkar, að uppfræða fólk og veita sorgmæddum kjósendum huggun, það getur öllum orðið á í lífinu.

Það verður örugglega langt þangað til vinstri stjórn fær að ríkja hér á ný.

Fólk þarf bara að sjá fyrir sér fallega fálkann, hann er jú okkar aðalfugl. Þá er auðvelt að kjósa rétt.

Jón Ríkharðsson, 12.2.2011 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband