Eru ekki allir jafnir fyrir lögum?

Það hafa verið haldnir þjóðfundir og þeir endurspegla ríka kröfu um réttlæti, einnig kveður stjórnarskráin á um, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum.

Ekki skal lagður dómur hér á persónur unga fólksins sem um ræðir, en vafalaust er þetta prýðisfólk.

En þau eru grunuð um glæp, hann felst í því m.a. að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.

Það er lögbrot, um það þýðir ekki að deila og þeir sem brjóta lög, þurfa að sæta ábyrgð.

Engin ákvæði eru til um það í lögum, að menn sleppi við dóma séu þeir góðviljaðir og státi af sterkri réttlætiskennd.

Vonandi lærir fólk af þessu og fer að bera meiri virðingu fyrir lögum.


mbl.is Stuðningshópur mótmælir ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband