Stjórn hinna stóru lyga.

Þessi ríkisstjórn er í mínum huga stjórn hinna stóru lyga.

Í upphafi var því logið að þjóðinni, að til stæði að slá skjaldborg um heimili landsins, einnig var því logið að eftirfylgni við lög yrði aukin og ráðamenn áttu að axla ábyrgð.

Skjaldborgin var svikin, en í staðinn var sleginn skjaldborg um auðmenn og er m.a. annars hægt að vísa til Jóns Ásgeirs, sem ekur um á eðalvagni og heldur um stjórnartauma stærsta fjölmiðils landsins. Einnig má benda á, að þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá bendir fátt til annars en að þeir sem ollu hruninu, séu í prýðismálum peningalega séð á meðan alþýðunni blæðir.

Því var logið að þjóðinni árið 2009 að lausnir skuldsettum heimilum í vanda, væru væntanlegar fljótlega eftir helgi, ef þetta heitir ekki lygi, þá hafa þau mjög óvanalegt tímaskyn sem er óheppilegt fyrir fólk í æðstu stöðum þjóðarinnar.

Því er ennfremur logið, að stjórnlagaþing gegni mjög mikilvægu hlutverki í endurreisninni. Það eina sem getur endurreist þjóð sem skortir fé er að sjálfsögðu öflugri peningaöflun.

Á flokkráðsfundi Samfylkingar laug Jóhanna því upp í opið geð sinna félaga, að Greco, sem er stofnun er fylgist með spillingu Evrópulanda hafi gefið góða ríkisstjórninni góða einkunn, betri en nokkru sinni áður. Stofnunin gaf stjórnarliðum falleinkunn í sinni skýrslu. Jóhanna sagði á sama fundi að Ísland hafi verið í skammarkróknum hjá stofnuninni, það er helber lygi, árið 2001 kom fram í skýrslu Greco að landið væri eitt það minnst spillta í V-Evrópu, Ísland hefur aldrei nokkurn tíma verið í "skammarkróknum" hjá þessari ágætu stofnun.

Oft hafa stjórnmálamenn hagrætt sannleikanum og verið á afar gráu svæði, en efast er um að,  nokkur önnur ríkisstjórn hafi logið eins oft að þjóðinni.

En af einhverjum undarlegum ástæðum finnst einn og ein, sem segir þetta vera góða ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband