Spuninn varðandi Jón Ásgeir.

Flestum ber saman um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið einn af mestu gerendum hrunsins. En honum er leyft að eiga stóran fjölmiðil sem hann lætur tala sínu máli.

Á Vísi.is. má sjá viðtal við piltinn, þar sem hann er afar óhress með Arion banka. Það sem helst ergir auðmanninn er, að bankinn vill ekki þiggja peninga frá honum. Hann kveðst hafa boðist til að borga allar sínar skuldir upp á sjö árum með tveggja prósenta vöxtum. Til að pirra ræfilinn enn meir, þá neitaði Arin banki að verða við tilboði hans og erlendra fjárfesta um að kaupa 51% hlut í Högum.

Þetta er sami maðurinn og svaraði spurningu Egils Helgasonar neitandi, þegar hann var spurður hvort hann hafði heyrt um Tortola.

Það má vera afskaplega einfaldur maður sem trúir því, að einstaklingur sem hefur verið til fjölda ára tengdur inn í alþjóðaviðskipti hafi aldrei heyrt minnst á Tortola. Einnig ber það vott um dómgreindarbrest hjá drengnum að reyna að ljúga þessu í sjónvarpi.

Hann hefur eflaust fengið Diet Cocke til að væta kverkarnar meðan hann var að lesa blaðamanninum yfir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað með besta vin SjálftökuFLokksins Björgólf Thor, ég held að hann sé ekki minni gerandi í aðdraganda hrunsins en Jón Ásgeir og hans menn...  Báðir þessir menn ásamt tugum annarra útrásarbaróna eru glæpamenn, þjófar sem stolið hafa frá íslenskum almenningi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Jóna Kolbrún, Jón Ásgeir var vissulega ekki einn um að valda hruninu.

Ég var bara að skrifa um viðtal sem ég las við Jón Ásgeir á Vísi.is., en það má setja alla stjórnendur hina föllnu banka undir einn hatt.

Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband