Sunnudagur, 13. febrúar 2011
"Lengi skal manninn reyna".
Skilningur minn á ofanrituðu spakmæli er sá, að við sjáum oft ekki, hvernig við sjálf bregðumst, við hinum ýmsu aðstæðum. Vitanlega er notalegt að sitja og fordæma aðra, sérstaklega ef maður sjálfur lifir fábrotnu lífi.
Þekkt er að ótrúlegasta fólk breytist og stendur ekki undir væntingum þegar á reynir. Sérstaklega á þetta við um fólk, sem kynnir sig sem einstaklega heiðarlegar og grandvarar manneskjur.
Margir höfðu væntingar til Jóhönnu Sigurðardóttur, því hún þótt standa með almenningi og margir trúðu því að hún væri heiðarlegri en aðrir stjórnmálamenn.
Hún hlýtur að hafa valdið vonbrigðum hjá mörgum í hennar aðdáendahópi, ég gleðst yfir því að hafa aldrei haft neitt álit á henni, því ég þarf þá allavega ekki að skammast út í sjálfan mig fyrir það.
Í stað þess að belgja sig út af vandlætingu og reiði, tel ég hollara fyrir hvern og einn að skoða sjálfan sig á heiðarlegan hátt.
Hægt er að íhuga hvernig menn myndu bregðast við miklum peningum ásamt auknum ítökum samfara þeim, einnig er ágætt að kynna sér í rólegheitum það starfsumhverfi sem stjórnmálamenn starfa í. Hvernig myndi alþýðumanni líða ef hann stæði frammi fyrir því, að þurfa að taka ákvörðun sem vaðar þjóðarhag og allir valkostirnir fela í sér vandamál sem þarf að leysa úr?
Heiðarleiki er fallegt hugtak, en ég hef trú á að menn þurfi að rækta hann vel, því það er auðvelt að tapa honum þegar peningar og völd eru annars vegar. Lífið er troðfullt af allskyns freistingum sem líta vel út við fyrstu kynni.
Það setur að mér ugg þegar einhver hrósar sér af miklum mannkostum, því góðir menn eru oftast hógværir og af hjarta lítillátir. Best er að hafa góðan skammt af sjálfstrausti og tileinka sér djúpa auðmýkt samfara því.
Gaspur og vandlæting fólks, sem lítið hefur annað reynt, en að komast sómasamlega frá tiltölulega einföldum verkefnum, lætur illa í eyrum.
Ágætt er að muna orð frelsarans; "dæmið eigi, því með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér og dæmdir verða."
Það sem við komumst næst því að geta dæmt rétt um, er það sem varðar okkur sjálf. Fáir eru þess umkomnir að dæma aðra með sanngjörnum hætti.
Athugasemdir
Jóhanna er vissulega svikari við sína eigin stefnu. Hún þóttist vera jafnaðarmanneskja, en það er lygi...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2011 kl. 03:36
Umhugsunarverð grein hjá þér Jón.
Ég, eins og svo margir aðrir, get tekið þessi orð til mín. Ég er duglegur við að láta mína skoðun í ljós og hef alla tíð verið talinn frekar þrjóskur í rökræðum. Þó hef ég ekki afrekað neitt sem ég get stætt mig af, til að bæta heiminn.
Það er hins vegar mikil réttlætiskennd sem dregur mig áfram, þ.e. að það sem mér finnst vera ranglæti, er ég óhræddur við að mótmæla. Jafnvel þó ég hafi lítið eða ekkert tækifæri til að bæta þar úr, annað en að nöldra.
Þetta nöldur mitt bitnaði fyrst og fremst á vinum og ættingjum lengst framanaf. Fyrir ári síðan byrjaði ég að blogga, fyrst og fremst til að koma nöldri mínu frá vinum og ættingjum, enda að verða nánast óþolandi á heimilinu. Ástæðan var sú að mér var farið að ofbjóða stjórn landsins, eða réttara sagt óstjórn. Minni réttlætiskennd var algerlega orðið ofboðið.
Ég mun aldrei eiga þess kost að bæta eða breyta landsstjórninni, enda vigta ég aðeins 1/220.000 í kosningum. Ég get þó sett fram mínar skoðanir, sumir ratast á að skoða þær og eins og hjá vinum og ættingjum, þykja mörgum nöldur mitt óþolandi, en aðrir sjá kannski einhvern sannleika í því sem ég skrifa. Ekki geri ég mikið úr þeirri gagnrýni sem kemur fram í athugasemdum við mín blogg, þó vissulega sé alltaf skemmtilegra að lesa þær sem eru jákvæðar minni hugsun.
Kveðja og þökk fyrir skelegg blogg, Nöldrarinn
Gunnar Heiðarsson, 13.2.2011 kl. 09:26
Þakka þér fyrir Jóna Kolbrún, ég er sammála þér varðandi Jóhönnu.
Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 12:41
Þakka þér fyrir þína athugasemd Gunnar.
Ég hef nú oft lesið það sem þú skrifar á þinni síðu og mér finnst það ekkert nöldur, yfirleitt er ég sammála því sem þú ritar og mér finnst heilmikil skynsemi í því.
Við getum haft áhrif, þeir sem unnið hafa stórvirki á því sviði, að breyta hugarfari fólks voru menn eins og við. Það eru nefnilega allir ósköp svipaðir að upplagi, en með því að hugsa á yfirvegaðan hátt og læra af lífinu, þá er hægt að gera kraftaverk.
Þú talaðir um að þínir samferðarmenn hafi orðið þreyttir á nöldrinu í þér.
Af einhverjum ástæðum, þá sækjast ansi margir eftir nöldrinu í mér. Um leið og ég er kominn um borð, þá er mynda félagar mínir biðröð og slást um að fá mig til að segja mínar skoðanir á öllum málum. Svo eru þeir ósammála öllu sem ég segi.
En meðan ég hef gaman af þessu, þá læt ég það eftir þeim, að leika svolítið við þá.
Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 12:52
Ef engin lætur í sér heira hvort sem hann er heimskur eða ekki, þá skeður ekki neitt. Þetta vita flestir, sem betur fer, þetta er ekkert flókið!!! KV. Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 13.2.2011 kl. 13:32
PS" Það sjá allir hvernig Jóhanna er. Og þá meina ég allir!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 13.2.2011 kl. 13:34
Vissulega er það rétt hjá þér Eyjólfur, allir eiga að láta í sér heyra og segja sínar skoðanir.
Það sem einum þykir heimska, það þykir öðrum mjög viturlegt, þannig að sannleikurinn er vandfundinn.
Það eina sem ég er að segja í þessum pistli er, að mín skoðun er sú, að hverjum manni sé hollt að skoða sjálfan sig á eins heiðarlegan hátt og kostur er.
Til þess að vera sannfærður um mína stefnu, þá kíki ég stöðugt á það sem vinstri menn hafa að segja og skoða þeirra heimasíður, þ.e.a.s. VG og SF, ég fer yfir þeirra stefnu og skoða þær nokkuð vandlega.
Það eina sem gerist við það er, að ég verð stöðugt harðari sjálfstæðismaður, ég veit ekki hvar þetta endar svei mér þá.
Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 15:40
Já Jón" Ég samgleðst þér innilega, en ég er reiður út í formanninn og þingmenn flokksins, vegna icesafe, þetta er ekki gott mál. Og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan umsnúning, eins og svo margir aðrir. Maður hugsar sinn gang ef þeyr ætla að standa á þessu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr klofningnum, sem hlýtur að myndast við þetta...
Eyjólfur G Svavarsson, 13.2.2011 kl. 16:30
Það að vera sjálfstæðismaður er mikið dýpra hugtak en að vera aðdáandi einstakra forystumanna flokksins.
Ég hef oft verið ósáttur við gjörðir forystunnar, en stefnunni fylgi ég ótrauður og ég læt engann hrekja mig úr flokknum.
Valdið er nefnilega hjá hinum almenna flokksmanni, það þarf bara að beita því.
Svo stundum verða mínar skoðanir undir, því ég get ekki ætlast til þess að ég hafi alltaf sigur.
Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.