Mánudagur, 14. febrúar 2011
Stöðugur misskilningur.
Sögupersónan Georg Bjarnfreðarson sem borgarstjórinn túlkaði á sannfærandi hátt, virðist samnefnari fyrir núverandi vinstri stjórn. Hann gerði stöðugt mistök, en það var alltaf misskilningur að hans mati.
Ekki veit ég hvort það sé raunverulegur misskilningur til staðar hjá þeim stöllum Jóhönnu og Svandísi, en þær telja að það hafi verið löglega að málum staðið varðandi neðri hluta Þjórsár.
Þær sögðu að Svandís hafi verið að vinna samkvæmt eigin sannfæringu.
Stjórnarskráin segir reynda að þingmaður sé bundinn af eigin sannfæringu, en það gildir ekki um aðgerðir ráðherra, þeir verða að fara að lögum.
Þingmenn setja lög og greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu, ráðherra ber skylda til að fara eftir lögum og honum ber verulega rík skylda til þess.
Það þýðir ekkert að grípa stöðugt til eilífra réttlætinga og vaktaþættirnir eru ágætis afþreying en Georg Bjarnfreðarson er frekar vafasöm fyrirmynd fyrir ráðherra.
En það er einhvern veginn þannig, að fólk velur sér fyrirmyndir hjá persónum, sem endurspegla þeirra eigin lífsskoðanir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.