Dýrmætt tækifæri fyrir íslensku þjóðina.

Forseti Ísland hefur með ákvörðun sinni brotið blað í sögu lýðveldisins, í annað skiptið á stuttum tíma. Það gefur þjóðinni tækifæri til að sýna hvers hún er megnug.

Icesave er mjög stórt mál fyrir þjóðina og það gerir ríkar kröfur til kjósenda, að þeir kynni sér vel kosti og galla samninganna, það þarf að skapast sátt og þjóðin þarf að vera tilbúin til að halda áfram, hver sem niðurstaðan verður.

Það hefur sýnt sig að beint lýðræði er ekki fullkomið og þingræðið hefur ekki heldur virkað sem skildi.

Einhverskonar sambland af hvortveggja getur verið jákvætt.

Hægt er að hugsa sér, að þingmenn þurfi að kynna stærri mál fyrir þjóðinni og færa rök máli sínu til stuðnings. Í framhaldinu mun þjóðin þurfa að vega og meta kosti og galla og kjósa um það að lokum. 

Nauðsynlegt er að þróa þessa aðferð, því þetta tekur tíma að virka, en í framtíðinni má vel hugsa sér, að jafnvel fjárlög og ákvarðanir um skattamál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fjölmörg dæmi eru um rangar ákvarðanir stjórnmálamanna sem hafa verið kostnaðarsamar fyrir þjóðina. Hægt er að minnka líkur á því, með því að þróa beint lýðræði. Hlutverk þingmanna yrði það sama og í dag, nema að þeir þyrftu að vanda sig betur við málin og sannfæra þjóðina um ágæti sinna hugmynda.

Icesave samningurinn getur verið góð byrjun, þarna er verið að taka ákvörðun um afdrifaríkt mál og þess vegna mikilvægt fyrir fólk að kynna sér vel kosti og galla áður en gengið er til kosninga. Tilfinningar þurfa að víkja fyrir skynseminni, hlusta þarf á öll sjónarmið á yfirvegaðan hátt og taka ákvörðun í framhaldi af því.

Hver veit nema að Ísland geti þá verið í fararbroddi með nýtt form lýðræðis, það voru jú forfeður okkar sem voru framarlega í þinghaldi hér til forna.

Vitað er að Svisslendingar hafa verið duglegir við að boða þjóðaratkvæðagreiðslur með góðum árangri, við getum lært af þeim og þróað okkar aðferð í framhaldi af því.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mikið sammála þessu bloggvinur/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 20.2.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir kæri bloggvinur.

Jón Ríkharðsson, 20.2.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband