Fimmtudagur, 3. mars 2011
Jóhönna og Steingrímur boða bjartsýni.
Það er vissulega hugguleg viðleitni að hvetja til bjartsýni, en hætt er við að hvatningin virki ekki nógu vel, á meðan þau skötuhjú, halda áfram, að pína almenning í þessu landi.
Steingrímur er jafnan borubrattur, hann neitar að lækka álögur á eldsneyti heldur lofar hann að skipa nefndir til að fara yfir málið.
Á sama tíma og hann dundar sér við að velja í nefndirnar sínar, þá hækka afborganir allra verðtryggðra lána hér á landi. Honum datt reyndar í hug að bæta einni hvatningarræðunni við, nú hvetur hann fólk til að breyta yfir í vistvænni orkugjafa.
Þannig að auk þess að hvetja til bjartsýni, sem er ansi snúið vandamál fyrir marga meðan þau eru við völd, þá hvetur hann til þess að fólk geri óframkvæmanlega hluti.
Hér á Íslandi er veðurfar þannig, að erfitt er að vera án bifreiðar. Margir þurfa að sætta sig við gamla bíla og ódýra, fólk getur ekki keypt sér þokkaleg farartæki.
Hvernig í ósköpunum á fólk þá að geta lagt út í kostnað sem tilheyrir því að snúa sér að vistvænni orkugjöfum?
Steingrímur væri einnig vís til þess, að snarhækka gjöld á vistvæna orkugjafa um leið og honum verður ljóst, að þeir kosta mikið minna en olía og bensín.
Annars hefur þeim Steingrími og Jóhönnu tekist að vekja hjá mér bjartsýni, von og trú.
Augljóst er að, fyrr eða síðar mun þreytan sigra þrjóskuna og þau gefast upp.
Þau geta þá hrósað sér af því á elliheimilinu í framtíðinni, að þeim tókst að halda "íhaldinu" frá völdum í rúm tvö ár.
Það er líka það eina sem þeim hefur tekist, þótt deila megi um ágæti þess framtaks.
Athugasemdir
Blessaður Jón.
Eina mínútu eftir að ég las fyrirsögn þína, þá hélt ég að þau hefðu boðað afsögn sína.
Svo fattaði ég lífið er ekki Hollywood kvikmynd, þau fara ekki sjálfviljug. Það þarf að draga þau út úr stjórnarráðinu,.
Ætli einhver eigi góðan dráttarbíl á lausu???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2011 kl. 17:37
Blessaður Ómar minn, það er leitt að hafa valdið þér vonbrigðum, en það kemur að því von bráðar að þau hverfa á braut.
Þá er ég nokkuð viss um, að þau hætti bæði afskiptum af pólitík, það er eitthvað mikið að ef þeim dettur í hug að halda áfram, eftir alt sem á undan hefur gengið.
Jón Ríkharðsson, 3.3.2011 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.