Laugardagur, 5. mars 2011
"Að berja höfðinu í stein."
Hin tæra vinstri stjórn hefur ástundað þá vafasömu iðju um tveggja ára skeið, að dúndra höfði sínu af alefli í risastóran stein, í von um að hann brotni.
Það er mikil bjartsýni, að reyna að brjóta steininn, engum hefur tekist það ennþá.
Þekkt er að miklar skattlagningar í kreppu virka lamandi á efnahagslíf þjóða, en stjórnarliðar gera meira en það.
Þau hækka einnig álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak, það leiðir svo til þess að lánin hækka umtalsvert hjá fólki. Á endanum gefst fólk upp og flytur í stríðum straumum burt frá landinu. Þá hæka þau álögur enn meir á þær fáu hræður sem eftir verða með tilheyrandi vandræðum fyrir alla, nema stjórnarliða flesta, þau hafa ágæt laun og þurfa litlar áhyggjur að hafa af sinni afkomu.
Upp úr 1970 var Írland eitt fátækasta ríki Norðurálfu, flestir sem möguleika höfðu á því, fluttu þaðan.
Írar höfðu næmari skilning á efnahagsmálum en Steingrímur og Jóhanna, sennilega telst það varla hrós, því fáir fullvaxta einstaklingar í víðri veröld eru vitlausari en þau, þegar kemur að efnahagsmálum, ef þá nokkur.
Frændur okkar á eyjunni grænu lækkuðu skatta á fyrirtæki og einstaklinga og löðuðu til sín erlend fyrirtæki með skattaívilnunum. Sú stefna skilaði þeim svo góðum árangri, að hagvöxtur fór upp í 9% hjá þeim þegar best lét.
Bent hefur verið á þá staðreynd, að margir íslendingar óttist erlenda fjárfesta. Það er ástæðulaust með öllu, þótt vissulega þurfi að beita heilbrigðri dómgreind þar eins og í lífinu almennt.
Fjárfestar leita þangað sem bestu skilyrðin eru, það eina sem þarf er að skapa þau hér á landi.
Það er allt til staðar hér á landi, duglegt fólk og margir með góða menntun, dýrmætar auðlyndir til lands og sjávar, okkur eru allir vegir færir.
En við höfum aðeins eitt stórt vandamál sem tefur alla endurreisn.
Það er ríkisstjórnin sem lemur sífellt höfðinu í steininn og heldur fast við sína þráhyggju, varðandi skattahækkanir.
Þegar núverandi ríkisstjórn hverfur frá völdum, þá fer landið að rísa á ný.
Það mætti skaffa þeim góða öryggishjálma og leyfa þeim að rölta um landið og berja höfðum sínum í grjót sem þau finna á leiðinni, það gæti verið ágæt skemmtun fyrir ferðamenn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.