Sá Steingrímur Joð hrunið fyrir?

Eftir hrun fjármálamarkaða hér á landi hneykslaðist Steingrímur Joð mjög á sofandahætti ríkisstjórnarinnar, hann var þá nefnilega í stjórnarandstöðu.

Þá vildi hann ekki borga Icesave og heldur ekki vera í samstarfi við AGS, en það var meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Hann dundaði sér við skriftir um skamma hríð og vann að því, að miðla sínum sannleik til þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi, að lesa þetta merka ritverk.

Að sjálfsögðu var hann heltekinn af aðdáun á útrásarvíkingum þess tíma, honum var það bæði "ljúft og skylt" að hrósa þessum hetjum fyrir að hafa lyft efnahag landsins upp á hærra plan.

Á landsfundi VG árið 2007 taldi hann ríkissjóð svo útbólginn af peningum, að óhætt væri að lofa ókeypis námi fyrir alla, frá leikskóla upp í háskóla, fríum tannlækningum osfrv. Í hans augum stóð ríkissjóður svo vel, að enginn þurfti að greiða fyrir annað en mat, húsaskjól og einkaneyslu, öll heilbrigðisþjónusta og menntun átti að greiðast úr hinum útbólgna peningakassa ríkisins.

En eftir hrunið dæsti hann og sagðist hafa varað við þessu í mörg ár.

Nú er stjórnarliðinn Steingrímur Joð á hröðum flótta undan stjórnarandstæðingum sem hann eitt sinn var. Örþreyttur á líkama og sál reynir hann af veikum mætti að verja sífelld hagstjórnarmistök sín.

Stjórnarandstæðingurinn hugumstóri er týndur og tröllum gefinn, í staðinn er kominn staðnaður og flatur embættismaður, samt er þetta einn og sami maðurinn.

Skyldi hann hafa séð það líka fyrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvelt að deila á stjórnvöld þegar menn eru í stjórnarandstöðu og þurfa menn ekki að vera stórir til þess. Stæð og snilli manna mælist fyrst þegar þeir sjálfir lenda í stjórn og þurfa að taka ákvarðanir. Þá mælist snilli þeirra í því hvaða ákvörðun þeir taka í hvert skipti og stærðin í því hvarnig þeim tekst að sannfæra fólk um að það sé rétt ákvörðun. Því miður hefur Steingrímur staðið sig mjög illa á báðum þessum sviðum.

Núverandi stjórnarandstaða hefur verið frekar varfærin í orðum og gerðum á þingi, enda gera þeir ráð fyrir að komast í stjórn, fyrr en seinna, nokkuð sem Steingrímur hefur sennilega aldrei talið raunhæft fyrir sig. Þessi varkárni stjórnarandstöðunnar nú hefur hins vegar skaðað hana og það sem verra er, má fullyrða að líf stjórnarinnar hafi oft verð bjarað vegna dugleysis stjórnarandstöðunar.

Það er ekkert að því að gagnrýna, svo fremi að menn hafi getu og tilefni til. Vissulega hefur ekki vantað tilefnin en getan virðist eitthvað standa í stjórnarandstöðunni. Því miður.

Með sama áframhaldi munum við sitja uppi með þessa handónýtu stjórn þar til allt er endanlega komið til fjandans!!

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2011 kl. 13:51

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Gunnar, þetta er alveg rétt hjá þér.

Oft hef ég skammast út í þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að sýna ekki næga hörku.

Svörin sem ég hef oftast fengið eru að jafnaði á þan veg, að þau vilji ekki standa í skotgrafarhernaði, heldur ræða málin á málefnalegan hátt.

Ég er því algerlega ósammála, það þarf að berjast til hinsta blóðdropa á þingi og benda á allt sem ríkisstjórnin er að gera rangt, einnig mættu mínir menn taka framsóknarmenn og Hreyfingarfólkið til fyrirmyndar, þau eru þó allavega stöðugt að benda á öll mistökin.

Ég þekki mína menn, þetta er allt lið sem er allt of kurteist í svona baráttu, með örfáum undantekningum þó.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2011 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband