Samfelld röð mistaka.

Því miður hefur núverandi ríkisstjórn gert lítið annað en að skapa ófrið, hækka skatta og gjöld ásamt mörgum öðrum mistökum, sem reyndir stjórnmálamenn ættu ekki að gera.

Þau töluðu um nauðsyn þess að bæta fagmennsku og gegnsæi í mannaráðningum. Ef tekið er eitt dæmi, varðandi ráðningu seðlabankastjóra, þá sést það vel að löngu var búið að ákveða hver ætti að gegna því embætti.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nefndi við Geir H. Haarde að nauðsynlegt væri að fá Má Guðmundsson til starfans, þannig að augljóst er að ekki fengu margir tækifæri til að sanna sig í því embætti, einnig má nefna afskipti fyrrverandi félagsmálaráðherra af ráðningu í stöðu yfirmanns Íbúðarlánasjóðs.

Fagmennska í ráðningum hefur alls ekki, á nokkurn hátt, aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Stjórnlagaþing sem kostar hundruð milljóna gerir lítið annað en skapa ófrið milli þegna þessa lands, skiptar skoðanir eru á þessu máli og engan veginn hægt að segja, að ómögulegt sé að lifa nokkur ár í viðbót við núverandi stjórnarskrá.

Of miklar skattahækkanir eru slæmar og snargalið er, að auka flækjustigið á sama tíma, þekkt er að fólk bregst illa við miklum og umdeildum breytingum á erfiðum tímum.

Þegar mest er þörfin á samstöðu og sátt, þá varpar ríkisstjórnin hverri sprengjunni á fætur annarri til þess að gera ófrið meðal fólks enn meiri, en hann þyrfti að vera.

Eftir hæstaréttardóminn, varðandi stjórnlagaþing, þá var umræðan byrjuð að róast og margir héldu að þessu væri nú lokið, til þess að hægt væri að snúa sér að nytsamari verkefnum.

En þá grípur þessi guðsvolaða stjórn til þess, að leitast við að hundsa dóm æðsta dómsvalds þjóðarinnar og hreinlega skipa þá einstaklinga í stjórnlagaráð, sem nýlega höfðu hlotið ólögmæta kosningu til verksins.

Jóhanna og Steingrímur hafa setið á þingi áratugum saman og ættu að hafa einhverja þekkingu á pólitík.

Vitið er ekki meira en Guð gaf, flestum ber saman um að best sé að klára erfiðustu verkefnin á fyrstu misserum stjórnarsetunnar, en þau gerðu það ekki einu sinni rétt.

Heldur frestuðu þau erfiðum verkefnum, fram á mitt kjörtímabil og eru ekki, ennþá nálægt því að komast yfir erfiðasta hjallann.

Nú þekkir sagan góða leiðtoga, sem fólk minnist með virðingu. Hægt er að nefna Ólaf Thors, Bjarna eldri Benediktsson, Davíðs Oddsonar osfrv.

Sér einhver fyrir sér að Jóhönnu og Steingríms verði minnst, sem góðra leiðtoga í sögu þjóðarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Nei" Enda væru það öfugmæli! En þeirra verður örugglega minnst á öðrum vettvangi. Þetta er sú klikkaðasta stjórn sem uppi hefur verið, þó víðar væri leitað!Siðlausir Lögbrjótar! (Mitt mat)  KV Bláskjár!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2011 kl. 00:42

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

sidleisid er algjort og thad litla sem thaug gera er til ogagns

Magnús Ágústsson, 7.3.2011 kl. 11:05

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það þarf greinilega að fara að fylkja liði og segja þeim  upp störfum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.3.2011 kl. 12:03

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Eyjólfur, ég held að það sé leitun að vanhæfari ríkisstjórn í veraldarsögunni svei mér þá.

Kannski að  Rómarkeisarinn sem skipaði hestinn sinn í embætti hafi verið vitlausari, þeir sem þegið hafa embætti hjá þeim eru þó allavega mennskir.

Þetta er svona það jákvæðasta sem ég get séð um þau, í ljósi sögunnar, það er nauðsynlegt að vera með jákvætt hugarfar Eyjólfur minn.

Jón Ríkharðsson, 7.3.2011 kl. 12:39

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég held að það sé frekar heimska á ferðinni hja þeim heldur en siðleysi Magnús, það má þó vera rangt hjá mér.

Jón Ríkharðsson, 7.3.2011 kl. 12:40

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Adda, ég held að þau gefist upp fyrr eða síðar.

Mér leiðast mótmæli, ég er svo óskaplega friðsamur að eðlisfari og lítt gefinn fyrir læti.

Jón Ríkharðsson, 7.3.2011 kl. 12:42

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þessi tregi borgarastéttanna til mótmæla er akkúrat það sem heldur þessari Ríkisstjórn á lífi. Ég hef líka verið lítið fyrir mótmæli en ég held að Ísland hafi ekki efni á að hafa þau skötuhjú mikið lengur við stjórn. Það verður enginn eftir til þess að borga skatta og reka þjóðfélagið eftir tvö ár af þessu sama.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.3.2011 kl. 14:04

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta með mótmælin Adda, mér finnst ekki góð reynsla vera af mótmælum yfirhöfuð.

Gleymum því ekki að núverandi ríkisstjórn situr einmitt vegna þess, að fólk hópaðist niður á Austurvöll og viðhafði hávær mótmæli.

Skynsöm og yfirveguð vinna getur verið hægvirkari en mikil átök, það má vera rétt.

En þegar til lengri tíma er litið, þá skilar skynsemin betri árangri.

Við getum nefnt Frakkland sem dæmi, þeir eru duglegir við að mótmæla eins og við vitum. Þrátt fyrir það, þá virðast hlutirnir ekki batna, þeir halda áfram að mótmæla osfrv., þar hafa tíð verkföll verið vandamál fyrir hagkerfið svo dæmi sé tekið.

Fólk þarf að koma sér saman um leið og fylgja henni sem sameinuð þjóð, fyrst þarf að hugsa vel kosti og galla.

Þau lönd sem hafa langar hefðir fyrir stjórnarskiptum í kjölfar mótmæla og borgarastyrjalda, ég vildi ekki búa þar, því þar er erfið lífsbarátta.

Jón Ríkharðsson, 7.3.2011 kl. 15:16

9 Smámynd: Magnús Ágústsson

sennilega hefur thu rett fyrir ther HEIMSKA er retta ordid

Magnús Ágústsson, 8.3.2011 kl. 02:27

10 Smámynd: Elle_

Ég var að vísu sammála Magnúsi í no. 2.  Við erum að tala um blekkingar og lygar endalaust og það er fullkomin siðblinda.  Steingrímur er ekki heimskur, hann er lyginn og óheill stjórnmálamaður eins og Jóhanna og Össur og co.

Elle_, 10.3.2011 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband