Mánudagur, 7. mars 2011
Kommúnisminn er ekki dauður.
Þeir sem standa í þeirri trú, að Kommúnisminn sé dauður, fylgjast lítið með því sem er að gerast í samfélaginu.
Ungliðar VG halda mjög á lofti þessari mannfjandsamlegu stjórnmálastefnu, sem eingöngu hefur leitt hörmungar yfir þær þjóðir, sem hana kjósa.
Þeir auglýstu stjórnmálaskóla sem átti að hefjast í lok janúar, lítið hefur frést af hvernig gekk, en í honum áttu ungliðarnir að fræðast um þvæluna sem Karl Marx ritaði forðum daga, einnig stóð til að fræða ungmenin um Sovéskt skipulag.
Sindri Geir Óskarsson, forystumaður ungliðanna, ritar athyglisverðan pistil á síðu ungliða VG. þar tekst honum að koma í orð heimskulegustu hugmynd sem komið hefur fram frá vinstri mönnum á síðari árum, þótt vissulega ríki þar hörð samkeppni um fáránlegustu tillöguna.
Sindri Geir segir m.a.; Ég vil að á Íslandi sé aðeins starfrækt ein matvöruverslun og að hún sé á vegum ríkisins. Engin samkeppni, bara lýðræðisleg stjórnun. Þetta er hugmynd sem má útfæra á ýmsa vegu og ég er viss um að hún hefur fleiri kosti en galla."
Annað hvort er drengurinn svona spaugsamur og hefur gaman af að æsa fólk upp, eða svona gjörsamlega veruleikafirrtur, að annað eins hefur ekki sést lengi, þrátt fyrir margar undarlegar hugmyndir vinstri manna.
Ef hann er að segja þetta í alvöru, þá sjá landsmenn það með augljósum hætti, að vinstri stefnan er stórhættuleg öllu frelsi og lýðræði hér á landi.
Ég vona að ungliðar VG séu bara að grínast, allir hljóta að sjá hve hættuleg þessi stefna raunverulega er.
Athugasemdir
Mesta efnahagsundur veraldarinnar nú er kommaríkið Kína. Það má ekki líta framhjá því. Ekki vildi ég þó búa þar!
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 22:08
Það má til sanns vegar færa Björn minn, en það mun vera vegna þess að Kínverjar hölluðu sér að kapítalismanum, þeir teljast vart alvöru kommaríki lengur.
Það segir sig sjálft, að Kommúnisminn gerir engar þjóðir ríkar og hugmynd unga VG liðans er ekki til þess fallin, að skapa hagsæld hér á landi.
Jón Ríkharðsson, 7.3.2011 kl. 23:57
Jón Ríkharðsson, mér fellur ekki tillaga barnanna í geð. Hef hins vegar oft velt fyrir mér olíu og bensín viðskiptum þessa lands. Það hefur þú vafalítið gert líka. Þarf 320 þúsund manna þjóð alla þá þá yfirbyggingu sem þar er? Ekki er hún ókeypis, svo mikið er víst!
Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 00:08
Það óttast enginn lengur kommúnisma Kínverja. Öðru máli gegnir um kapítalisma þeirra.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.3.2011 kl. 10:47
Arfa vitlaus tillaga. En Hugmynd Björns er góð með bensínið, að Ríkið reki eina bensín stöð, til að halda aftur af hinum!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 8.3.2011 kl. 17:27
Ég er sammála þér að vissu leiti Björn.
Mér hefur lengi fundist neytendur vera ósköp máttlausir, ef okkur líkar ekki við ákveðin fyrirtæki, þá eigum við að hundsa þau.
Ef það væri meiri samstaða meðal þjóðarinnar, þá horfðu málin öðruvísi við.
Svo má líka segja að hlutur ríkisins í bensínverði er ansi hár, ég er svona að mestu leiti andvígur ríkissrekstri, ég hef litla trú á slíku.
Jón Ríkharðsson, 8.3.2011 kl. 19:04
Þakka þér fyrir Svanur Gísli, ég er sammála þér. Mér finnst Kínverjar óþarflega yfirgangsamir, en það er spurning hvernig það þróast í framtíðinni, hvort þeir breytist eitthvað að þessu leiti.
Jón Ríkharðsson, 8.3.2011 kl. 19:06
Þakka þér fyrir innlitið Eyjólfur minn, ég get sagt það sama við þig og Björn, ég er ekki tilbúinn til að samþykkja einokunarverslun af neinu tagi.
En ég skil samt ykkar sjónarmið, olíufélögin hafa hagað sér ákaflega illa gagnvart neytendum.
Jón Ríkharðsson, 8.3.2011 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.