Laugardagur, 19. mars 2011
Viðkvæm staða ríkissjóðs ætti ekki að koma á óvart.
Ekki þurfti að fylgjast mjög náið með fréttum, til að vita þá staðreynd, að koma þyrfti til uppbyggingar stóriðju og stuðla að erlendri fjárfestingu, til þess að almennilegur hagvöxtur geti orðið hér á landi.
AGS gerði ráð fyrir stóriðju í sínum spám og það gerðu fleiri, sennilega hefur ríkisstjórnin verið upplýst um þessar augljósu staðreyndir, en þau skötuhjú Steingrímur og Jóhanna vildu frekar fara að dæmi útrásarvíkinganna, lifa á lánum.
Steingrímur stendur reyndar í þeirri meiningu að skatahækkanir séu til góðs, þetta er þráhyggja sem hann deilir með nokkrum flokkssystkinum sínum, en landsmenn hafa orðið þess varir, að þráhyggja er afleit til landsstjórnar.
Höfuðóskostur þessarar lánlausu ríkisstjórnar er sá, að hún gerir fátt eitt gott af eigin frumkvæði.
Almenningur hafði mánuðum saman hrópað eftir aðstoð, vegna mikils fjárhagsvanda sem tilkominn er sökum forsendubrests af völdum hrunsins, en þau hlustuðu ekki. Svo þegar allt var að varða vitlaust, þá komust þau ekki hjá því að gera eitthvað í málinu, þótt deila megi um árangur aðgerða stjórnvalda í málum skuldsettra þegna þessa lands.
Hæpið er að hagvöxtur aukist meðan þessi stjórn ríkir hér á landi, þau skattpína almenning og fæla erlenda fjárfesta frá landinu með heimskulegum geðþóttaákvörðunum.
Viðkvæm staða ríkissjóðs ætti ekki að koma neinum á óvart, það er eins víst og að vor kemur á eftir vetri, að vinstri stjórn byggir ekkert hagkerfi upp hér á landi.
Viðkvæm staða ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.