Föstudagur, 25. mars 2011
Hún getur sjálfri sér um kennt.
Það má vel vera að Jóhanna hafi viljað gera sitt besta í þessum málum sem og öðrum, en henni eru ákaflega mislagðar hendur í landsstjórninni, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Hennar helstu mistök eru þau, að hún er allt of yfirlýsingarglöð og slíkir einstaklingar gefa alltaf skotleyfi á sig, sérstaklega þegar getan er ekki í réttu hlutfalli við orðaflauminn.
Hún hefur sjálf sagt að ráðherra beri ábyrgð á verkum embættisins, þannig að hún hlýtur þá, samkvæmt eigin orðum að bera fulla ábyrgð á þessu máli.
Jóhanna getur sjálfri sér um kennt, hún hefði aldrei átt að láta ljúga sig í þetta embætti, kona á hennar aldri ætti að vera farin að þekkja kosti sína og galla.
Þrátt fyrir eintóman vandræðagang í flestum verkum, þá ætlar hún samt að sitja áfram.
Svona fólki er einfaldlega ekki viðbjargandi.
Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Satt segir þú Jón. Það eru meiri raunirnar sem leggjast á landsmóðir vora um þessar mundir. Verst er þó að hún átti sjálf upptökin að þessum lagaflækjum sem aldrei verða til annars en að kosta misklíð og stórfé.
Ekki er hún mikil vinkona hennar þessi kærandi þar sem ljóst mátti vera að þetta yrði hið versta mál fyrir hana og flokkinn í heild.
Kannski hefði hún átt að leita eftir áliti jafnréttisfulltrúa áður en hún réði strákinn kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2011 kl. 10:33
Ekki ætla ég að tjá mig um meint lögbrot eða jafnréttislögin sem slík. Mér blöskrar hins vegar málflutningur Jóhönnu þegar hún spyr úr ræðustól á hinu háa Alþingi hvernig nokkrum heilvita manni detti í hug að hún geti brotið lög.
Jóhanna Sigurðardóttir er sjálfhverfur skaðvaldur sem ætti sem fyrst að leysa undan öllum ábyrgðarstörfum landslýð öllum til heilla.
Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2011 kl. 16:00
Þakka þér fyrir Kolbrún, ég get tekið undir það sem þú segir varðandi kærandann, hún vill Jóhönnu eflaust ekki vel.
Þótt ég sé lítt fyrir samsæriskenningar gefinn, þá verður sú hugsun æði áleitin, um þann orðróm sem heyrst hefur, að Ingibjörg sé Jóhönnu ekkert sérstaklega hliðholl.
Kannski hefur það verið plott hjá Ingibjörgu Sólrúnu, að plata kerlinguna í embættið, til þess að láta hana finna fyrir því.
Jóhanna hefur aldrei verið þægileg í samstarfi eins og allir vita og hún er eiginlega holdgervingur hins gamla máltækis; "hæst gellur í tómri tunnu.
Jón Ríkharðsson, 25.3.2011 kl. 19:38
Þakka þér Emil, ég veit ekki hvað skal segja um Jóhönnu.
Að mínu mati er hún einfeldningslegur kjáni, hún hefur nánast ekkert gert af viti frá því hún byrjaði á þingi, en ég efast ekki um að hún vilji vel.
Vitið er bara ekki meira en Guð gaf og eiginlega fáránlegt að hún skuli sitja í þessu embætti, því þetta er stjórnmálamaður sem einna minnstu þekkingu hefur á efnahagsmálum, þótt margir deili vanþekkingunni með henni, sem sitja á hinu háa alþingi.
Jón Ríkharðsson, 25.3.2011 kl. 19:42
Það er ekki mikið mannval hjá Samfylkingunni á Alþingi fyrst Samfylkingin þarf að nota Jóhönnu til að vera í forsvari fyrir sig. Aumingans kerlingin að hún skuli ekki hafa vit á því að hætta að skipta sér af stjórnmálum og það sko ekki seinna en strax. Annars hef ég nú svolítið gaman af að horfa á hana þegar hún er að berja í ræðustólinn á Alþingi. Mér dettur stundum í hug að það komi sér að Steingrímur er oft búinn að prófa hvað ræðustólinn þolir.
Gissur Þórður Jóhannesson, 25.3.2011 kl. 21:20
Mér finnst að Jóhanna ætti ekki að teljast til kvenna, hún er bara karl með eldrauðan varalit. Hún er ómerkingur, stendur ekki við sín eigin orð....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2011 kl. 02:03
Þakka þér fyri Gissur, ekki veit ég um mannvalið hjá Samfylkingunni, en margir höfðu trú á því, að Jóhanna væri haldin sterkari réttlætiskennd en aðrir stjórnmálamenn.
Hún er nú óskaplega nett blessunin, þannig að ég býst við að ræðustóllinn þoli nú höggin hennar, en jú, það er gaman að horfa á hana í ræðustól, ég er sammála því, en vont fyrir þjóðina að hafa hana þar.
Jón Ríkharðsson, 26.3.2011 kl. 06:50
Þakka þér fyrir Jóna Kolbrún.
Hún þarf fyrst að skilja orðin sem hún segir áður en hún fer að standa við þau, ég fer ekki ofan af því, hún er kjáni greyið að tarna.
Jón Ríkharðsson, 26.3.2011 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.