Þjóðin skuldar ekki krónu varðandi Icesave.

Þótt sitjandi ríkisstjórn í heimsku sinni krefjist þess, að fá að borga ólögvarða kröfu, þá á þjóðin alls ekki að láta það viðgangast. Það eiga allir að kjósa á móti þessari vitleysu þann 9. apríl nk.

Við þurfum að standa í lappirnar í þessu máli og alls ekki hlusta á úrtölumenn sem halda því fram, að betra sé að borga en að taka áhættu á dómsstólaleiðinni. 

Ef andstæðingar okkar kjósa að lögsækja okkur, sem er ekki sjálfgefið, því það mun setja bankakerfi Evrópu í uppnám, þá tekur það einhver ár að fá niðurstöðu í málinu.

Þann tíma getum við nýtt til að kynna okkar málstað á erlendum vettvangi og afla vina. Þjóðin þarf á vinaþjóðum að halda, sumir segja Breta vera vinaþjóð okkar, en þá hafa þeir undarlega aðferð til að tjá vináttu sína.

Við eigum að fá harðsnúna lögmenn til að fara vandlega yfir hryðjuverkalögin og tína allt til, sem getur styrkt okkar málstað.

Við eigum í stríði við Breta og Hollendinga, stríði sem við getum sigrað í, ef við stöndum saman.

Ríkisstjórnin, með fulltingi aðstoðarmanna sinna, hefur um nær tveggja ára skeið logið því að þjóðinni, að allt fari á versta veg, ef við borgum ekki ólögvarða kröfu.

Dapurlegt er að heyra hámenntað fólk telja sjálfu sér og öðrum trú um, að lánshæfismat þjóðarinnar batni, ef við skuldsetjum okkur meira en orðið er.

Íslendingar hafa ávallt verið traustir lántakendur, þess vegna var lánshæfismat ríkisins gott, áður en bankamennirnir eyðilögðu það. 

Íslendingar eru ekki og hafa ekki verið vanskilaþjóð.

En það að skríða á fjórum fótum og grátbiðja útlendinga um, að fá að borga þeim marga milljarða, á sama tíma og skorið er niður í velferðarkerfinu, það er óafsakanlegur vesaldómur.

Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en samansafn af vesalingum, sem hafa ekki kjark til að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar.

En kjarkurinn er nægur til að berja á eigin þjóð og skattpína fjárvana þegna sína svo mikið, að þeir hljóta að lokum að gefast upp, þótt styrkur þeirra sé mikill enn sem komið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

Heyr - heyr !!!!!

Gróa Hreinsdóttir, 29.3.2011 kl. 12:32

2 identicon

Heill og sæll Jón minn; æfinlega - sem aðrir gestir, þínir !

Tek undir; með ykkur Gróu, báðum.

En; ertu nokkuð, að gleyma þætti stjórnmála glæpa liðsins, í aðdraganda þess, sem fara vildi, Jón minn ?

Góð byrjun væri; að banna starfsemi ''Sjálfstæðisflokksins'' , og síðan hinna flokka ræksnanna. Flokks Djöfull sá; sem þú fylgir, er svona,, viðlíka viðbjóður, og hreyfing þeirra Pols Pot - Hengs Samrin og félaga var, austur í Kambódíu, forðum (1975 - 1979), ágæti drengur.

Með; ekki lakari kveðjum, en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 29.3.2011 kl. 14:46

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir Gróa og Óskar.

Óskar minn, ég er sammála þér um, að margir innan Sjálfstæðisflokksins hafa ekki staðið sig sem skildi og það má einnig finna siðlausa og illa innrætta einstaklinga þar.

Því miður finnast svoleiðis einstaklingar allstaðar, í öllum félögum og flokkum sem hafa stóra félagaskrá.

En ekki get ég tekið undir, að allir séu spilltir, það er til mikið af ágætis fólki þar eins og annarstaðar, meira að segja geri ég ráð fyrir að grandvart og heiðarlegt fólk finnist í Samfylkingunni þótt það fari lítið fyrir því.

Jón Ríkharðsson, 29.3.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband