Ţriđjudagur, 5. apríl 2011
Hvurslags fjármálastjórn er ţetta eiginlega?
Ţessi arfavitlausa ríkisstjórn sem náđi ađ ljúga sig inn á landsmenn, međ ţví ađ ţykjast hugsa um velferđ ţjóđarinnar, er ađ slá met í rangri fjármálastjórn.
Hvernig er hćgt ađ telja fólki trú um, ađ ekki sé hćgt ađ halda uppi löggćslu í landinu og huga ađ viđunandi heilbrigđisţjónustu, á sama tíma og hćgt er ađ fleygja hátt á annađ hundrađ milljörđum í ónýtar fjármálastofnanir, tryggingafélög og gagnslaust stjórnlagaţing, sem heitir víst stjórnlagaráđ í dag, vegna ţess ađ kosningarnar voru dćmdar ólöglegar.
Ţađ eru til peningar til ađ borga Bretum og Hollendingum tugi milljarđa og háar fjárhćđir til ađ fá ţessa einkennilegu ósk sína uppfyllta, ţá er átt viđ greiđslur til samninganefndarinnar sem fjármálaráđherra ţorir ekki ađ gefa upp, vegna ţess ađ hann er "gunga og drusla".
Ţađ einkennilega er, ađ ennţá er til fólk, sem lifir eđlilegu lífi og hefur ţegiđ ágćta skynsemi af skapara sínum í vöggugjöf, sem stendur í ţeirri trú, ađ ţetta sé nokkuđ góđ ríkisstjórn.
Ţađ vćri gaman ađ heyra hvađ ţetta fólk telur vera slćma ríkisstjórn, međ ţessu einkennilega viđmiđi.
Athugasemdir
Ţessi stjórn fylgir sömu fjármálastjórn og margar fyrrverandi stjórnir... Ţađ er óreiđa í öllum fjármálum....
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 6.4.2011 kl. 00:59
Ţađ er reyndar rétt hjá ţér Jóna Kolbrún, fjármálum hefur sjaldan veriđ vel stjórnađ hér á landi.
En viđ hljótum ađ geta veriđ sammála um, ađ enginn ríkistjórn hefur stađiđ sig jafnilla og ţessi, án ţess ađ ég sé ađ réttlćta mistök og klúđur annarra.
Jón Ríkharđsson, 6.4.2011 kl. 01:15
Sammála
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 6.4.2011 kl. 01:18
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.