Hæfasti seðlabankastjórinn?

Eftir að Jóhönnu tókst það ætlunarverk sitt, að reka seðlabankastjórana þrjá úr starfi ákvað hún að láta draum sinn og forvera síns rætast og ráða Má Guðmundsson í starfið.

Hann var að þeirra mati hæfastur allra og það átti nú aldeilis að bæta ímynd þjóðarinnar með þessum gjörningi.

Már hefur eflaust staðið undir væntingum Jóhönnu, enda hefur hún undarlegar hugmyndir um efnahagsmál.

En hefur hann staðið sig vel í starfi?

Hann hefur allavega sýnt mikinn það mikinn hroka gagnvart alþingi, að Steingrímur og Jóhanna yrðu alvarlega málhölt af völdum hvítrar froðu sem myndi flæða úr munnvikum þeirra beggja, árum saman ef Davíð Oddsson hefði hagað sér með sama hætti gagnvart þeim, ef þau væru í stjórnarandstöðu.

Hann harðneitaði að upplýsa þingmenn um kostnaðinn vegna Sjóvá-Almennra og að sögn stjórnarandstöðu þingmanna, þá var hann nokkuð brosmildur og kerrtur á svip, er hann tilkynnti þeim hátíðlega, að ekki myndi hann upplýsa um þætti málsins.

Það var gott hjá Geir H. Haarde að láta ekki undan kröfum Ingibjargar Sólrúnar, þegar hún heimtaði að hann ræki Davíð og réði Má í starf seðlabankastjóra.

Þann 4. nóvember árið 2008 sagði Már nefnilega að; "miðað við greiðslufærni, stærð, alþjóðlega starfsemi  og kerfislægt mikilvægi íslensku bankanna, hefði verið æskilegt að aðstoða þá við að greiða skuldir sínar".

Ekki lýstu þessi orð hans mikilli þekkingu á ástandi bankanna á þessum tíma, jafnvel þótt viðvörunarbjöllur hefðu hringt frá árinu 2006, hann vildi fara írsku leiðina sem hefði aukið skuldir þjóðarinnar um ca. 8000. milljarða og vafalaust hefði hann heimtað að greiða Icesave í ofanálag.

Miðað við reynsluna af þessu vinstra liði, þá myndi alvarlegt neyðarástand ríkja hér á landi, ef vinstri menn hefðu fengið að ráða haustið 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við getum þakkað guði fyrir að ekki var "tær vinstristjórn" hjá okkur árið 2008. Það hefði haft skelfilegar afleiðingar.

Nú hefur þessi ríkisstjórn starfað í rúm tvö ár og skaðinn sem hún hefur valdið okkur er gríðarmikill. Ef henni tekst að ná vilja sínum í icesave málinu verður vandinn er meiri.

Kjarklausir stjórnmálamenn er það versta sem nokkur þjóð getur fengið. Þegar slíkir stjórnmálamenn ná völdum eykst vandinn enn meira. Þegar svo við bætist kreppa er ástandið orðið vægast sagt hættulegt. Við slíkt ástand búum við Íslendingar í dag.

Við búum við ríkisstjórn samansetta af kjarklausum stjórnmálamönnum sem hvergi sér neina glætu nema í faðmi stórveldis, kjarklausa stjórnmálamenn sem ekki þora að standa á lögbundnum rétti okkar!

Burt með þessa ríkisstjórn og kosningar til alþingis strax. Það eru ekki nógu margir þingmenn til á alþingi nú sem hafa kjark til að stjórna landinu, því er nauðsynlegt að kjósa strax!!

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2011 kl. 10:51

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér kærlega fyrir Gunnar, ég er svo aldeilis, hjartanlega sammála þér.

Jón Ríkharðsson, 6.4.2011 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband