Að hafa vesalinga í forystu.

Endureisn samfélagsins tefst því miður umtalsvert, vegna þess að við höfum handónýta vesalinga í forystu á flestum sviðum.

Ekki bara handónýta, heldur líka gjörsamlega ómarktæka, þetta er mjög hógflegt orðalag, vegna þess að það ber að gæta orðavalsins þegar ritað er á opinberum vettvangi og maður þarf að reyna að vera kurteis.

Ef byrjað er að fjalla um ríkisstjórnina, þá þekkja flestir hörmungarsögu eilífra mistaka. Í óskiljanlegu óttakasti fyrir rúmu ári síðan, töldu þau sér trú um, að við yrðum að "Kúpu norðursins" ef við samþykktum ekki vitlausustu samninga sem gerðir hafa verið á milli vestrænna ríkja.

Við erum nú ennþá hluti af hinum vestræna heimi og Kúpuástand er langt undan, þótt við gætum komist á það stig, ef þessir ræflar sitja áfram.

Svo er það borgarstjórinn, ég er ekki í skapi til að fjalla um hann á svona kurteislegum nótum í augnablikinu, en fólk ætti að geta lesið á milli línanna.

Verkalýðshreyfingin hefur gagnrýnt atvinurekendur fyrir skoðanakúgun, komið hafa upp dæmi þess efnis á vinnumarkaði, að starfsmenn hafa verið látnir gjalda fyrir skoðanir sínar og það er vissulega siðlaust.

En þegar verkalýðshreyfingin kúgar sína umbjóðendur og hótar að semja ekki fyrir þá, nema að þeir greiði atkvæði næsta laugardag sem er þeim að skapi, það er mjög alvarlegt og algerlega siðlaust.

Enginn atvinnurekandi hefur sýnt eins mikinn ruddaskap og hluti verkalýðshreyfingarinnar gerir núna.

Það hefur enginn atvinnurekandi hótað starfsfólki sínu atvinnumissi eða tekjulækkun á opinberum vettvangi, ef það greiðir atkvæði gegn skoðunum hans, enda yrði allt vitlaust ef það yrði gert.

Við erum að horfast í augu við skoðanakúgun af verstu gerð, í nútímalegu lýðræðisríki.

Þetta er vegna þess, að við höfum algera vesalinga í forystu á flestum sviðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Það hefur enginn atvinnurekandi hótað starfsfólki sínu atvinnumissi eða tekjulækkun á opinberum vettvangi, ef það greiðir atkvæði gegn skoðunum hans, enda yrði allt vitlaust ef það yrði gert."

Ekki opinberlega Jón, en ég veit til þess og það ekki einu sinni og ekki bara af einum atvinnurekanda í sjávarútvegi að þeir hafa kallað starfsfólkið inn á kaffistonurnar og sagt þeim að ef þau kjósi ekki rétt, sigli skipinn út og komi ekki í heimahöfn aftur.  Þetta gerist eiginlega í hverjum kosningum, og gettu hverja þeir vilja láta kjósa?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 11:56

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Slæm er forustan nú, en hálfu verri voru fíflin sem voru fyrir og komu okkur í þessa stöðu.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.4.2011 kl. 11:56

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir hafa hótað þessu á fundum með starfsfólki, ekki opinberlega EN ÉG VEIT  UM DÆMI UM ÞETTA.

Jóhann Elíasson, 6.4.2011 kl. 13:12

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ásthildur mín, eitthvað hefur þú misskilið mig.

Ég lét þess einmitt getið að atvinnurekendur hefðu beitt fólk skoðanakúgun; "komið hafa upp dæmi þess efnis á vinnumarkaði, að starfsmenn hafa verið látnir gjalda fyrir skoðanir sínar....", þetta ritaði ég m.a. í pistlinum.

Það sem ég átti við var, að þeir hafa ekki gert það í eigin nafni á opinberum vettvangi, þ.e.a.s. í fjölmiðlum, eins og forysta verkalýðshreyfingarinnar gerir nú.

Jón Ríkharðsson, 6.4.2011 kl. 14:47

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki get ég fallist á þetta sjónarmið þitt Georg, vissulega fór fyrri ríkisstjórn fram úr sér í bruðli á almannafé og var of glámskyggn varðandi fjármálafurstanna.

En erfitt held ég að sé að rökstyðja að hún hafi verið verri en sú sem nú situr.

Það voru fyrst og fremst gráðugir bankamenn sem komu okkur í þessa stöðu, höfuðorsökin er vitanlega hrun fjármálamarkaða heimsins.

Það hefur enginn verri ríkisstjórn setið í sögu lýðveldisins og ég býst við að erfitt sé að finna hliðstæðu í sögunni.

Jón Ríkharðsson, 6.4.2011 kl. 14:51

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Jóhann, ég get svarað þér á sama hátt og Ásthildi, ég var að segja það sama og þið, þannig að við erum sammála í þessu máli.

Jón Ríkharðsson, 6.4.2011 kl. 14:52

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita fyrirgefðu fyrir misskilningin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 16:11

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er ekkert að fyrirgefa Ásthildur mín, það kemur  fyrir alla að misskilja eitthvað.

Jón Ríkharðsson, 6.4.2011 kl. 16:33

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón" Ég veit ekki hvað maður á að kalla svona lagað, en ég veit um um orð sem væri hægt að nota, en það er svo ljótt! Að ég ættla ekki að gera það! En ég tel að formaður ASÍ aé búinn niðurlagja félagsmenn sína svo hrapalega að hann sé búinn að vera, og ætti að henda honum út strax. Allt stjórnar hiskið er á leiðinni út, sem betur fer. Ég spái 10 - 15 dögum.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.4.2011 kl. 16:55

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég vona að þú reynist sannspár Eyjólfur minn, svo sannarlega vona ég það.

Jón Ríkharðsson, 6.4.2011 kl. 18:48

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sat segir þú Jón Ríkharðsson, vesalingar eru óhentugir til forystu. 

Þegar ómerkilegir siðblindingjar sem félög launþega og atvinnurekanda treysta fyrir samningum um hagsmunni sína, nota starfsvettvang sinn sem einkaleikvöll  og áróðurs tæki við annarleg áhugamál sín, þá eru þeir báðir búnir að opinbera óhæfi sitt og ómerkileg heit. 

En svona er allt í okkar stjórn sýslu nú um mundir og ætla ég ekki að hafa fleiri orð um það að sinni en vona að Eyjólfur G. Svafarsson hafi rétt fyrir sér þó ekki sé ég trúaður á að siðblindingjar ríkisstjórnarinnar skilji sinn tíma fyrr en þeir verða reknir út með svipum.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2011 kl. 21:00

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þegar ég er að tala um þá eru sátu við kjötkatlana á undan núverandi forystu er ég fyrst og fremst að tala um víðtæka og purkunalitla spillingu...þótt vanhæfnin væri hrikaleg líka, maður hefur þó allavegana á tilfinningunni að núverandi stjórnarlið sé að mestu ekki gegnsósa af spillingu og sjálftökutilhneigingu.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.4.2011 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband