Hvaðan kemur allt þetta fylgi?

Ég er svo aldeilis rasandi hissa yfir þessari frétt, er þetta örugglega áræðanleg könnun?

Hvernig í ósköpunum tókst að finna svona marga, af handahófi, sem styðja stjórnarflokkanna?

Að einhver skuli veita ríkisstjórn stuðning, sem er að rústa efnahag þjóðarinnar og ergja stóran hluta landsmanna með eilífðar þvættingi, það er illskiljanlegt.

Hvernig er hægt að marka fólk, sem sagði fyrir rúmu ári síðan á alþingi, að okkur væru allar bjargir bannaðar ef Svavarsbullið yrði ekki samþykkt, þau fullyrtu það og þetta var víst bjargföst sannfæring fjármálaráðherra.

Samningurinn var felldur eins og alþjóð veit.

Eftir að þjóðin felldi samninginn, þá gerðist ekki neitt og hin bjargfasta sannfæring Steingríms þess efnis, að allt færi til fjandans, breyttist í bjargfasta sannfæringu um, að allt væri hér á uppeið. Hann skrifaði nokkrar greinar um hinn mikla uppgang sem framundan væri og ritaði undir heitinu "Landið er að rísa" ef ég man rétt.

Jóhanna laug því á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar, að nú væri eftirlitsstofnun sú sem rannsakaði spillingu í Evrópuríkjum, loksins farin að hrósa Íslandi fyrir góða eftirfylgni við tilmæli stofnunarinnar.

Þegar skýrslan var lesin, þá reyndist hún þvert á móti, vera áfellisdómur yfir eftirfylgni ríkisstjórnarinnar við tilmæli stofnunarinnar.

Fjölmiðlar litu vitanlega framhjá þessu atriði, því það er erfitt að vera fjölmiðlamaður og fást við aumingja sem væla eins og stungnir grísir ef að þeim er sótt.

Frægt er þegar þáttastjórnandinn í morgunþætti Rásar tvö spurði Steingrím um Svavarssamninginn, hvort hann hefði ekki verið slæmur.

Það sárnaði Steingrími mjög og fannst ómaklega að sér vegið.

Harðstjórar hafa margir verið í hinum ýmsu löndum, heimurinn geymir sögur stjórnmálamanna af ýmsu tagi.

En ég efast um að það sé mikið úrval heimilda um aðra eins aumingja og vælukjóa eins og nú ráða ríkjum hér á landi. Leiksskólabörn eru harðari af sér ef eitthvað er, þau kunna þó allavega að skammast sín og væla ekki undan ofanígjöf á sama hátt og stjórnarliðar gera.

Það væri gaman að vita, hvar tókst að finna svona mikinn stuðning við þessa guðsvoluðu ríkisstjórn.

Hátt í þrjátíuprósent fylgi hljóta þau, fyrir að haga sér eins og fáráðlingar. Það er augljóst að sumir gera afskaplega litlar kröfur til stjórnmálamanna.


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Kæri Jón, þú ert rasandi hissa segir þú. En ég er jafn rasandi hissa yfir því að flokkurinn sem hannaði hrunið skuli fá 40%.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 6.4.2011 kl. 22:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Ríkharðsson, veistu að það er stutt í að flokkurinn þinn fái arfinn sinn í fangið!Þegar skólpið leitar til baka upp í garnirnar sem skóp það! Gaman væri að sjá skrif þín þá. Verst að vera ekki til staðar þegar að því kemur. Áttu ekki eitthvað róandi fyrir Bjarna hinn unga og líttreynda?

Björn Birgisson, 6.4.2011 kl. 23:16

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jón þetta heitir Stokkhólmseinkenni fólk fer að elska kvalara sinn! Ef Sjálfstæðið kemst til valda og Bjarni Ben í forsvari þá fyrst segi ég guð hjálpi okkur!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 23:25

4 identicon

Heill og sæll Jón minn æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Jón !

Ég tek undir; með þeim : Nafna mínum - Birni og Sigurði, alfarið !

Þó svo; viðbjóður Jóhönnu og Steingríms, sé með öllu óafsakanlegur, skulum við ALDREI gleyma frum hönnuðunum, að þeim hryllingi, sem yfir land okkar og fólk gengur, þessi misserin.

Fyrir það fyrsta; átti gerpið, sem hóf andstyggilegan feril sinn, í Borgarstjóra stól Reykjavíkur, vorið 1982, að vera tekið úr umferð - miklu, miklu fyrr, svo fram komi.

Og; ekki skyldum við gleyma, helztu hjálparkokkum þess, Jóni Baldvin Hannibals syni og Halldóri Ásgrímssyni heldur, svo sem.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 7.4.2011 kl. 01:11

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir þína athugasemd Óskar Aðalgeir.

Flokkurinn sem hannaði hrunið segir þú, mér finnst þetta talsverð einföldun, án þess að ég sé að gera lítið úr ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.

Ef við skoðum málið, þá er hægt að segja að þrír flokkar beri mesta ábyrgð á glámskyggni stjórnvalda, þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking.

Ef þú skoðar stemminguna á árunum fyrir hrun, þá er hægt að leiða rök að því, að Samfylkingin beri höfuðábyrgð á framgangi bankamanna og fjármálafursta þess tíma.

Það var Samfylkingin sem varði Jón Ásgeir með oddi og egg þegar Baugsmálið var í gangi sbr. Borgarnesræðuna frægu, það var einnig Samfylkingin sem vildi á landsfundi sínum árið 2007 aðlaga regluverk samfélagsins enn frekar að þörfum fjármálamarkaðarins.

Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fóru með ráðuneyti bankamála frá árinu 1991, það hlýtur að teljast talsverð ábyrgð.

Sjálfstæðismenn voru einnig flaðrandi eins og hundar í kring um fjármálafurstana og treystu þeim allt of mikið.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar viðurkennt sín mistök, að mestu leiti, það finnst mér til bóta, svo er eftir að sýna að alvara sé þar á bak við.

Tíminn mun svo skera úr um, hvort sjálfstæðismenn taki skrefið og bæti sig.

Samfylkingin hefur ekki axlað ábyrgð né beðið afsökunar á eigin verkum, það er lítilmannlegt og óttalegur ræfildómur.

Jón Ríkharðsson, 7.4.2011 kl. 09:28

6 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þegar þessi stjórn segir af sér eftir helgina er aðeins ein leið fær sem er utanþingsstjórn skipuð fagfólki og þarf sú stjórn að sitja helst í tvö ár. Það væri skrípaleikur að fara í alþingiskostningar á þessum tímum þegar alþingi íslendinga nýtur 11% trausts þjóðarinnar. Utanþingsstjórn skipuð fólki sem getur tekið ákvarðanir mun geta orðið okkur happafengur frá því sem búið er að ganga yfir okkur undanfarin ár.

Tryggvi Þórarinsson, 7.4.2011 kl. 09:38

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Björn Birgisson, ég held að flokkurinn minn hafi nú þegar fengið skólpið framan í sig og það má vel vera að fleira eigi eftir að koma í ljós, varðandi forystumenn hans.

Það hefur lengi pirrað mig og aðra innan flokksins, hvað peningamönnum hefur verið gert hátt undir höfði á kostnað okkar hinna, en það stendur vonandi til bóta.

Þú heldur kannski að ég sé eitthvað viðkvæmur fyrir því, þótt eitthvað misjafnt komi í ljós varðandi einstaklinga úr röðum sjálfstæðismanna.

Ég hef aldrei varið og mun aldrei verja menn, ef þeir gera eitthvað sem stríðir gegn lögum eða sýna af sér vítavert siðleysi.

En mér leiðist þegar menn dæma mig og aðra sjálfstæðismenn eftir slæmum verkum einstaklinga sem eru í sama flokki.

Í vinstri flokkunum er til gott og heiðvirt fólk, ég býst við að það sé í meirihluta. Þess vegna segi ég aldrei að samfylkingarmenn séu spilltir né heldur framsóknarmenn, ekki segi ég heldur að allir flokksmenn VG séu óalandi og óferjandi, það er einfaldlega ekki rétt.

Ég get að lokum sagt þér það Björn minn, að mér fannst mínir menn vega ódrengilega að Jóhönnu varðandi dóminn í jafnréttismálinu, því þar finnst mér Jóhanna hafa verið að gera rétt, hún skipaðai ekki flokkssystur sína í embætti fyrir það eitt að vera kona.

Mér finnst það ágætis viðleitni hjá henni, við eigum aldrei að berja á fólki bara vegna þess að það eru pólitískir andstæðingar.

Jón Ríkharðsson, 7.4.2011 kl. 09:39

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Sigurður, ég get fullvissað þig um, að ég er ekki haldinn "Stokkhólmseinkenninu" að nokkru leiti.

Ég hef aldrei látið nokkurn mann komast upp með að kvelja mig, mér líður alveg prýðilega, er ágætlega haldinn að flestu leiti, nema að þessi ríkisstjórn ergir mig talsvert, en ekki svo mikið að það heltaki mig.

Það er þrátt fyrir allt ágætt að lifa hér á landi, ef mér þætti það ekki, þá væri ég fluttur eitthvað annað.

Mér finnst lífið of dýrmætt til að ég sætti mig við að láta kvelja mig.

Erfitt er að rökræða stjórnmál, því þau snúast svo mikið um tilfinningar og misjafna upplifun fólks.

Mörgum hryllir við því, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda, ég virði þá skoðun þótt hún sé ekki mín.

En það er óttalegt bull að halda því fram, að það verði verra ástand, með Sjálfstæðisflokkinn í stjórn, heldur en er nú þegar.

Jón Ríkharðsson, 7.4.2011 kl. 09:50

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég get tekið undir þetta að vissu leiti hjá þér Tryggvi, allt er betra en núverandi ríkisstjórn.

Jón Ríkharðsson, 7.4.2011 kl. 09:52

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskar minn Helgi, ég var næstum búinn að gleyma þér, vona að þú fyrirgefir mér þau mistök.

Þú hefur góðar og sterkar skoðanir, þótt ég sé ekki alltaf sammála þér.

Það var allur heimurinn á hvolfi fyrir hrun og stjórnmálamenn allra ríkja hins vestræna heims trúðu á peningamennina og treystu þeim.

En það voru fyrst og fremst óvandaðir bankamenn sem ollu hruninu.

Jón Ríkharðsson, 7.4.2011 kl. 09:56

11 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Kæri Jón,ég þakka þér fyrir svarið. Gaman að eiga samskipti við svona rökfasta og málefnalega menn.                                   Auðvitað eiga Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin sína sök í hruninu. En ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu frumhönnuðir að hruninu,með algjörlega ófaglegri og misheppnaðri einkavæðingu bankanna á sínum tíma.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 7.4.2011 kl. 11:12

12 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Fyrirgefðu Jón minn, ég gleymdi Samfylkingunni sem var með ungan mann sem bankamálaráðherra, þeim unga manni fannst best að sofa í vinnunni. Svo sagði hann eftirá, að hann hafi ekki vitað neitt,honum hafi aldrei verið sagt neitt. Við hverju er að búast af manni sem sefur í vinnunni?

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 7.4.2011 kl. 11:30

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir hólið Óskar, það er heilmikið til í þessu hjá þér, varðandi einkavæðingu bankanna.

Þar létu menn, að ég tel, tilfinningar ráða för, að of miklu leiti.

Flestir trúðu því að Björgólfsfeðgar væru afburðaklárir, fáir mótmæltu því að þeir fengu bankanna á sínum tíma.

En því skal haldið til haga ennfremur, að illa gekk að finna kaupendur að bönkunum. Menn ætluðu að setja málið í frost, þegar fyrrgreindir feðgar dúkkuðu upp og gerðu tilboð.

Eftir á að hyggja, þá hefði mátt vinna það mál betur og kanna greiðslugetu þeirra, en allt of margir treystu þeim.

Annars er þetta fjandans hrun staðreynd og stjórnmálamenn sem og almenningur á að læra af því.

Sjálfsagt er að rannsaka öll mál ef grunur leikur á, um að ólöglega hafi verið staðið að verki, en frekari hugleiðingar um einkavæðinguna eru til lítils gagns, að ég tel.

Það voru náttúrulega allir bankar sem fóru á hausinn hér á landi og flestar fjármálastofnanir í miklum vandræðum, sama gildir um banka í flestum löndum.

Orsakir hrunsins eru djúpstæðari en svo, að hægt sé að kenna einhverjum íslendingum um það allt, þótt þeir eigi sinn þátt að sjálfsögðu.

Jón Ríkharðsson, 7.4.2011 kl. 11:35

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú bentir þarna í seinna innlegginu á eina mestu meinsemdina í pólitíkinni Óskar minn.

Björgvin varð ráðherra, ekki sökum hæfni, heldur vegna þess að hann náði sæti efst á lista á Suðurlandi. Ef hann hefði ekki orðið ráðherra, þá hefðu félagar hans gert allt vitlaust í flokknum.

Jón Ríkharðsson, 7.4.2011 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband