Hvernig ætlar hún að styrkja stjórnina?

Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna vel, hvaða aðferðum vinstri stjórnin beitti til að styrkja stöðu sína í byrjun síðasta áratugs tuttugustu aldar.

Þá keyptu vinstri menn Stefán nokkurn Valgeirsson til liðs við sig. Stefán heitin var einn í þingflokki síns flokks og hafði hann af þeim sökum ekki heimild til að hafa aðstoðarmann.

Vinstri menn gleðjast mjög þegar þeir fá einhvern stuðning, en það gerist ekki oft eins og dæmin sanna. Þess vegna launaði vinstri stjórnin Stefáni greiðann með því að ráða handa honum aðstoðarmann, sá ágæti maður fékk laun deildarstjóra í ráðuneyti, en þau munu hafa verið hærri en almenn laun aðstoðarmanna þingflokka.

Einhverjar aukatekjur mun þessi ágæti maður hafa haft frá einkafyrirtæki, en það þótti í lagi, vegna þess að stjórnarliðar fengu stuðning frá Stefáni.

Eitthvað mun stuðningur Stefáns hafa dugað skammt, þannig að leitað var til Borgaraflokksins um stuðning, það var einmitt upphafið að umhverfisráðuneytinu. Ef ég man rétt, þá var annar gerður að ráðherra hagstofumála, en slíkt embætti hefur ekki þekkst í íslenskri stjórnsýslu, oftast nær gegnir forsætisráðherra því í hjáverkum, enda ekki mjög krefjandi starf.

Nú er spennandi að sjá, hverjir á þingi hljóta óvænta upphefð og hærri laun, í skiptum fyrir stuðning við þessa lánlausu ríkisstjórn.


mbl.is Styrkur ríkisstjórnar metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband