Nú er Össur kátur.

Stjórnmálarefurinn Össur Skarphéðinsson er þjóðkunnur fyrir athyglisverðar stjórnmálaskýringar sínar.

Frægt er þegar hann sat yfir rauðvínsglasi og drekkti sorgum sínum yfir milljarðatapi OR vegna þess, að sjálfstæðismenn sáu ekki tækifærin sem lágu í samruna Geysis green og REI.

Þegar Atli og Lilja hættu að styðja ríkisstjórnina, þá gladdist Össur mjög yfir því, að nú væri stjórnin að styrkjast til muna.

Ásmundur Einar Daðason hefur nú einnig hætt að styðja ríkisstjórnina, þannig að utanríkisráðherrann hlýtur væntanlega að telja það auka styrk hennar að einhverju marki.

En gaman er að heyra hvað hann segir, ef Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson ganga til liðs við ríkisstjórnina.

Ætli hann telji hana veikjast við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband