Hefur stjórnarandstaðan engar lausnir?

Jóhanna Sigurðardóttir var að ergja sig yfir stjórnarandstöðunni, í kjölfar vantrauststillögu sjálfstæðismanna og sagði m.a. að stjórnarandstaðan hefði engar lausnir.

Hún hefur engar alvöru lausnir sjálf, en getur vissulega hrósað sér af, að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum, þótt deila megi um ágæti þess framtaks.

Í upphafi samstarfs stjórnarflokkanna, meðan þau nutu stuðnings Framsóknarflokksins, þá komu framsóknarmenn með þá hugmynd, að lækka höfuðstól lána.

Lánasöfn hinna föllnu banka voru tekin yfir með 60% afslætti, þannig að svigrúmið var til staðar. Sú aðgerð hefði létt á mörgum og aukið á bjartsýni landsmanna. Bjartsýni og von fleytir fólki ansi langt eins og flestir vita, aðrir en Jóhanna Sigurðardóttir.

Sjálfstæðismenn voru búnir að leggja drög að álveri í Helguvík, heilsutengdri ferðaþjónustu á suðurnesjum osfrv.

Það var vitanlega slegið út af borðinu, því hætta var á að einhver gæti hagnast að einhverju leiti.

Sjálfstæðismenn lögðu til fyrirframgreiðslu skatta á séreignasparnað. Sumir stjórnarliða tóku ágætlega í þá hugmynd, en hún var aldrei skoðuð til enda.

Ekki má gleyma því, að stjórnarandstaðan kom með tillögur varðandi Icesave samninganna og það leiddi til betri niðurstöðu heldur en þegar ríkisstjórnin var ein að verki.

Sem betur fer felldi þjóðin samninginn og ríkisstjórnin virðist farin að sjá, að það styrkir okkar málstað.

Það var stjórnarandstöðunni að þakka, jafnvel þótt nokkrir úr forystu sjálfstæðismanna hafi fengið tímabundið kvíðakast vegna hótanna Breta og Hollendinga, en ég vonast til að það líði hjá því kvíði er flestum hvimleiður mjög.

Menn geta hatast út í framsóknarmenn og sjálfstæðismenn.

En flestum ætti að vera það ljóst, að þeir flokkar eru margfalt hæfari til að takast á við efnahagsvandann eins og ofangreind dæmi sanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband