Hvar eru jákvæðu verk ríkisstjórnarinnar?

Ríkisstjórnin bendir á, að í hennar tíð hafi viðskiptajöfnuður orðið jákvæður, verðbólgan lækkað, gengið styrkst og ýmis hagræðing náðst.

En er það stjórnarliðum að þakka?

Miðað við sögu þeirra sem að henni standa, þá eru hægt að hafa upp grunsemdir varðandi það, að þau hafi ekki svo mikið gert í því efni, en það eru bara grunsemdir.

AGS hefur vitanlega verið þeim innan handar og þar er fjöldi hagfræðinga með ágæta reynslu. Sennilega er það skýringin á ýmsum jákvæðum verkum sem stjórnarliðar eigna sér.

Svo er það viðskiptajöfnuðurinn.

Hann er vitanlega tilkominn vegna þess, að tekjur landsmanna hafa dregist saman og neyslan minkað í framhaldi af því. Lágt gengi stuðlar að hækkun á verðmæti útflutningisafurða fyrst og fremst, en það hækkar afborganir landsmanna af lánum, svo dæmi sé tekið.

Það sem að ríkisstjórnin þarf að gera, án aðstoðar AGS hefur ekki gengið vel.

Illa hefur gengið að styðja við bakið á útflutningsgreinunum, tekist er á um virkjanir og virkjunarkosti, hvort það eigi að koma fleiri álver og hvort kvótakerfið eigi að vera eða fara.

Af þessu leiðir að atvinnulífið er í gíslingu ríkisstjórnarinnar.

Svo er það forgangsröðun þeirra varðandi þá fjármuni, sem AGS heimilar þeim að sýsla með.

Þau eru að eyða peningum í stjórnlagaráð, fjölmiðlaeftirlit, yfir hundrað milljarðar hafa farið í illa stödd og nánast ónýt fjármála og tryggingafyrirtæki og talsverðar upphæðir eru settar í ESB ferli sem lítil sátt er um.

Í stað þess að þvælast í atriðum, sem ekki eru lífsnauðsynleg fyrir þjóðina, þá hefði mátt styrkja löggæsluna í landinu, því glæpastarfsemi hefur aukist og fer vaxandi.

Einnig hefði mátt skera minna niður í heilbrigðis og velferðarmálum, það munar um hverja krónu í erfiðu árferði.

Ríkisstjórnin hefði átt að einhenda sér í, að bjarga því sem nauðsynlegt var að bjarga strax í upphafi.

Flestir þekkja þá röngu forgangsröðum, sem ríkisstjórnin hefur beitt, í þeim málum sem hún hefur ein yfirráð yfir, AGS spekúlerar ekkert í heilbrigðismálum eða löggæslumálum.

Sú stofnun hefur eingöngu áhuga á að bæta og hagræða tölum í efnahagsbúskapnum.

Atvinnustefnan er til skammar, en hún er grundvöllur þess, að hægt sé að reka almennilegt þjóðfélag.

Gaman væri að sjá eitthvað jákvætt, sem ríkisstjórnin hefur sannarlega beitt sér fyrir, til hagsbóta fyrir þjóðina.

Efast skal um að slíkt finnist, ef svo er, þá er það mjög vel falið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Ríkisstjórnin hældi sér af lægri verðbólgu, lægri vöxtum, jákvæðum viðskiptajöfnuði og sterkara gengi.

Að hæla sér að lágri verðbólgu við þessar aðstæðu er eins og að manneskja sem er nær dauða en lífi eftir skæða blóðkreppusótt fagni því að hafa lést. Verðbólgan er lág vegna þess að hagkerfið er frosið og það sama má segja um vextina sem þó lækkuðu of hægt og of lítið.

Jákvæður viðskiptajöfnuður er tilkomin af tveimur ástæðum. Annarsvegar vegna minnkandi kaupmátar og hinsvegar vegna gengisfalls íslenku krónunnar. Þeirra sömu krónu sem Jóhanna sér allt til foráttu.

Afar hæpið er að tala um sterkara gengi þó það hafi mjakast upp um nokkra punkta frá því að hafa hrunið. Gengi sem er haldið upp með afar ströngum gjaldeyrishöftum.

Það var eiginlega pínlegt að hlusta á þetta. Annaðhvort er þetta fólk vísvitandi að spila á þekkingarleysi fólks eða það veit ekki betur. Spurning hvort er verra.

Aðalvandamálið í íslensku efnhagslífi í dag er samdráttur framleiðslunnar (neikvæður eða afar lítill hagvöxtur) og atvinnuleysi. Flest allt sem ríksstjórnin hefur gert eða ekki gert hefur verið til þess fallið að auka á þennan vanda og bæði að dýpka og lengja kreppuna.

Ætli það hafi nokkurn tímann gerst áður í sögunni að uppi hafi verið ríkisstjórn þar sem  engin ráðherra hefur nokkra þekkingu á efnahagsmálum.

Stefán Örn Valdimarsson, 15.4.2011 kl. 14:01

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei Stefán Örn, ég efast um að það hafi verið jafnmargir í einni ríkisstjórn hér á landi,sem hafa enga þekkingu á efnahagsmálum.

Það er vara einn ráðherra sem mér finnst hafa eitthvað vit á þeim málum og það er Katrín Júlíusdóttir.

En hinir eru vita gagnslausir og ég er sammála öllu sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 15.4.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband