Þetta verður vonandi metsölubók.

Nú situr vinur minn Óli Björn Kárason sveittur við skriftir í sveitasælunni nyrðra.

Hann hyggst koma með nýja sýn á niðurstöðu Rannsóknarnefndar alþingis og er það vel, því allt of margir álíta skýrslu nefndarinnar innihalda sannleikann um aðdraganda hrunsins, sumir sem halda þessu fram hafa ekki einu sinni lesið skýrsluna.

Ekki ætla ég að hæla mér af því, að hafa lesið hana spjaldanna á milli, en örlítið hef ég þó gluggað í hana.

Skýrslan inniheldur vissulega ágætar ábendingar en hún er engan veginn tæmandi uppgjör hrunsins sem varð.

Þess vegna ber að fagna þessu framtaki Óla Björns, því nauðsynlegt er að horfa á málin í víðara samhengi, til þess að geta lært almennilega af því sem miður fór.

Óli Björn hyggst skoða þátt dómsstóla, en hann vill meina að þeir hafi bundið hendur stjórnvalda að einhverju leiti.

Bók sem skrifuð er af einum vandaðasta blaðamanni þjóðarinnar hlýtur að vekja athygli, ég vona að sem flestir lesi hana og hafi gagn af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband