Laugardagur, 7. maí 2011
Hrannar verður að vanda sig betur.
Hin snöfurmannlegi aðstoðarmaður forsætisráðherra, Hrannar B. Arnarsson þarf að fara að vanda sig betur í sínu starfi.
Þar sem mér er hlýtt til gamalla kvenna, þá finnst mér það illa gert gagnvart kerlingarhróinu henni Jóhönnu, að láta hana gera sig að fífli sökum ónógra upplýsinga.
Hrannar hefur misskilið þá hjá Hagstofunni og látið Jóhönnu fá rangar upplýsingar varðandi áhrif kjarasamninga á verðbólgu í landinu. Í fljótfærni skellti hann fram einhverjum tölum og kerlingaranginn fór með þvæluna beint í ræðustól alþingis.
Þegar Morgunblaðið leitaðist við að sannreyna orð Jóhönnu, þá kom í ljós að Hagstofan bjó ekki yfir þessum upplýsingum.
Fyrst að verið var að plata kerlinguna í forsætisráðherrastólinn, þá er nú alveg lágmark að láta hana ekki líta út eins og fífl, í hvert skipti sem hún þarf að gefa einhverjar upplýsingar.
Hrannar er ekki nógu natinn við gömlu konuna, en natni og umhyggja gagnvart gömlum konum, ætti að vera hverjum sönnum karlmanni djúpstæð þrá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.