Fer Þráinn svona illa með peninga?

Þráinn Bertelsson þingmaður er ekki mjög sáttur við þau laun sem hann fær, fyrir að sitja á þingi. Hann sagði m.a. að þau dygðu honum ekki til framfærslu.

Þá var mér nú hugsað til allra þeirra, sem þurfa að sjá fyrir börnum, borga afborganir af húsnæði osfrv., en hafa aðeins úr hálfum  þingmannalaunum, og jafnvel minna úr að spila.

Ekki er þetta fólk vælandi í fjölmiðlum, jafnvel þótt það sé ansi snúið og næstum ómögulegt, að lifa af launum þeim sem verkafólk fær í vasann.

Lágmarkslaun þingmanna eru í kring um 500.000., það eru grunnlaun. Svo fá menn borgað aukalega fyrir nefndarstörf og ýmislegt álag á kaupið. 

Þótt þingmenn séu eflaust ekki mjög ofarlega í tekjuskalanum, þá er það óttalegur ræfildómur af fullorðnum manni, að geta ekki lifað af þeim.

Það er greinilegt að Þráinn kann ekkert með peninga að fara, þannig að eflaust bíður hans eitthvað mikilvægt hlutverk í fjárlaganefnd, ríkisstjórnin er voða svag fyrir hverskyns vitleysingum í öll störf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

  • Þingfararkaup alþingismanna er frá 1. janúar 2009 520.000 kr.Spurning hvað þetta hefur hækkað síðan....?

Ómar Bjarki Smárason, 7.5.2011 kl. 16:19

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ertu ekki að fara nokkuð frjálslega með samhengið í því sem Þráinn sagði ?

hilmar jónsson, 7.5.2011 kl. 16:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo ber Þráinn fasisma á Þorgerði Katrínu og þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins!

Kallar Þorgerði belju í leiðinni.

Maðurinn er eitthvað að missa sig.

Og athugið, að á þessu veika hálmstrái, Þráni Bertelssyni, hangir líf ríkisstjórnarinnar!

Kvefist hann eða forfallist öðruvísi, tekur Borgarahreyfingar-varamaður sæti hans!

Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 16:31

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ómar, ég þekki ekki nákvæmar tölur, en við getum verið sammála um að þingmenn tilheyra tæplega lágtekjuhópi samfélagsins.

Jón Ríkharðsson, 7.5.2011 kl. 16:54

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei Hilmar, ég er ekki að fara frjálslega með nokkurn skapaðan hlut.

Ég er meira gefinn fyrir að dvelja með hugann við nútíðina heldur en fortíðina, ef þú ert að vísa til umæla hans um Þorgerði Katrínu.

Hún gerði mistök og hefur játað þau, hennar maður fór fram úr sér í góðærinu osfrv., menn geta haft sína skoðun á því hvort hún eigi að vera á þingi eður ei, en hún má það samkvæmt lögum og ekki hefur hún á síðustu misserum gert nokkuð af sér og heldur ekki hlotið neina dóma.

En Þráinn er núna, á þesum tímapunkti, ósáttur við launin og getur ekki lifað af þeim.

Það finnst mér skipta máli í þessu samhengi.

Jón Ríkharðsson, 7.5.2011 kl. 17:03

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já nafni, hann er eitthvað pirraður þessa daganna blessaður kallinn.

Mér finnst svo sem í lagi að nota þessi lýsingarorð, þau lýsa yfirleitt frekar þeim sem setur þau fram, heldur en þeim sem þau beinast að.

Þráinn er að mínu mati óttalegur tuddi, en Þorgerður og Ragnheiður báðar íðilfagrar og yndælar mjög.

Jón Ríkharðsson, 7.5.2011 kl. 17:05

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þráinn ætti að fá sér aðra vinnu betur launaða, þar sem gáfur hans fá að njóta sín. Ef hann sér þorgerði Katrínu sem belju, þá hlítur hann að vera naut, meira að segja verðlaunanaut, og gæti kannski selt sæði, sem gæfi kannski betur í aðra hönd.!!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.5.2011 kl. 17:14

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þráinn gerði ágætis bíómyndir Eyjólfur minn, hann ætti að halda sig við það.

Svo er það smekksatrið hversu vel hann myndi nýtast til undaneldis, með tilvísan í erfðir og hans erfiða lundarfar.

Ég veit ekki hvort það yrði til farsældar fyrir þjóðina.

Jón Ríkharðsson, 7.5.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband