Laugardagur, 7. maí 2011
Hvenær deyr þessi tískubóla?
Tískustraumar koma og fara í bylgjum, á árunum fyrir hrun var mjög í tísku, að dásama allt sem að íslendingum snéri, við vorum mest best og klárust í öllu.
Svo var það fámennur hópur þjóðarinnar sem klúðraði bönkunum og þá var öll þjóðin allt í einu orðin ómöguleg.
Við þurfum að hætta að eltast við svona tískustrauma, þjóðin hefur bæði kosti og galla, en við þurfum að rækta kostina og sníða af gallana.
Í meginatriðum erum við eins og vestrænar þjóðir, ergjum okkur á stjórnmálamönnum, vinnum, borðum osfrv., það er vel hægt að lifa sambærilegu lífi hér á landi og þekkist í hinum vestræna heimi. Við erum hvorki verri né betri en aðrir jarðarbúar, sem tilheyra tegund er kallast á fræðimáli "Homo Sabiens".
En umhverfið hefur ræktað í okkur ákveðna eðliskosti sem við þurfum að nýta betur.
Þegar við hættum að nöldra og einbeitum okkur að vinnu, þá kemur í ljós mikill dugnaður ásamt gífurlegri hörku sem við höfum hlotið í arf frá forferðum vorum, en þeir unnu þrekvirki. Það væri gaman að sjá nöldurseggi nútímans takast á við þá hörðu baráttu sem þurfti að heyja hér á landi fyrr á öldum.
Lítið samfélag býður upp á meiri möguleika en mörg hin stærri. Við búum í návígi hvert við annað, þannig að við getum ræktað með okkur meiri samkennd en þekkist í stærri ríkjum. Óvíða eru betri tækifæri heldur en að útrýma atvinnuleysi og fátækt.
Um leið og þessi leiðinda tískubóla, sem gengur út á nöldur yfir öllu sem íslenskt er, hverfur, þá eru okkur allir vegir færir.
En meðan vitleysan gengur yfir, þá getur yfirvegað fólk hugað að möguleikum framtíðarinnar á meðan þeir, sem litla stjórn hafa á sínum tilfinningum, reyna að losa sig við óþarfa og eyðileggjandi reiði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.