Laugardagur, 14. maí 2011
Þurfum við fleiri ný framboð?
Þegar upp koma vandamál og erfiðleikar í efnahagsmálum, þá hrópa margir eftir nýjum framboðum og telja að nýtt fólk, komi með ferskar hugsjónir.
Margir höfðu trú á því, að Birgitta Jónsdóttir væri ægilega mikil hugsjónakona, en nú hefur komið í ljós, að hún hefur ekki djúpstæðari hugsjónir en annað fólk.
Það eru engar sérstakar hugsjónir, þótt fólk hafi gaman af því að taka þátt í múgsefjun á borð við fjöldamótmæli, en þar skapast oft ágætis samkennd með fólki.
Birgitta vildi ekki leyfa þjóðinni að kjósa, hún treysti ekki kjósendum til þess að kjósa rétt. Það er reyndar hægt að horfa framhjá því, vegna þess að slíkur misskilningur er algengur hjá vinstri mönnum, þeir trúa því að þeir geti haft vit fyrir þjóðinni.
En svo birtist mótmælandinn og stjórnleysinginn Birgitta Jónsdóttir sem boðsgestur í opnun húss, sem margir telja táknmynd fyrir hrunið. Hún notaði víst son sinn sem afsökun, en vilji hún halda fast í hin ýmsu prinsipp, þá ætti hún að vilja vera góð fyrirmynd fyrir afkvæmi sitt.
Nei við höfum ekkert með ný framboð að gera. Þeir sem setjast á þing, fara brátt að trúa því, að þeir séu eitthvað merkilegri en aðrir og þurfi að hafa vit fyrir okkur hinum.
Ég sé engan á þingi sem er gáfaðri heldur en t.a.m. margir í mínum vinahópi, sem flestir eru iðnaðarmenn og sjómenn.
Við þurfum beint lýðræði, stjórnmálamenn eru á engan hátt hæfari heldur en við hin til að taka ákvarðanir. Fyrst að gömul kona, með enga þekkingu á efnahagsmálum hefur getað gegnt starfi forsætisráðherra um tveggja ára skeið, án þess að allt fari fjandans til, þá getur almenningur hér á landi vel tekið ákvarðanir um öll mál er þjóðina varða.
Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt það með afgerandi hætti, að það þarf engar vitsmunabrekkur til þess að sitja í ráðherrastólum. Ef þau hefðu vit á því að þegja og halda sig til hlés, þá væri þjóðin í mun betri málum.
Athugasemdir
Á árum áður þá unnu á Alþyngi okkar Íslendinga, múrarar, smiðir, bændur, sjómenn og svo líka fólk án tilils.
Þetta var á upphafs árum endurreisnar á virðingu Íslendinga fyrir sjálfum sér.
Nú sitja á þingi lögfræðingar, stjórnmálafræðingar, hagfræðingar og í raun allir þeir fræðingar sem Háskólinn framleiðir og þeim er stjórnað af elli ærri flugfreyju.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.5.2011 kl. 08:28
Góð grein Jón og rétt að benda á hræsni þessa fólks sem þykist vera boðberar réttlætis og siðferðis en er það bara á tyllidögum og í ræðustól Alþingis.
Einbeitum okkur aö því að bæta flokk allra stétta og gera hann beittari í þágu allra, svo lágir sem háir eigi sér málsvara í stjórn landsins.
Sveinn Egill Úlfarsson, 14.5.2011 kl. 09:49
Þakka þér fyrir Hrólfur.
Ég er sammála því sem þú segir, þeir sem sitja á þingi hafa of litla reynslu af hefðbundnu lífi.
Í gamla daga komu allir úr svipuðum jarðvegi og þingmenn þekktu baráttu hins almenna launamanns oft af eigin raun.
Jón Ríkharðsson, 14.5.2011 kl. 10:30
Sveinn Úlfar, tek undir hvert einasta orð sem þú ritar.
Við þurfum að muna það, að Sjálfstæðisflokkurinn skiptir máli, hann hefur bestu stefnuna og tilvísun til allra stétta.
Við skulum vinna að því saman, að efla hann og styrkja, verð í sambandi við þig.
Jón Ríkharðsson, 14.5.2011 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.