Laugardagur, 14. maí 2011
Hvenær hætta menn að vera nýbúar á Íslandi?
Mikið lifandis skelfing getur verið fyndið, að lesa margar röksemdir hér í bloggheimum.
Sumir virðast trúa því, að íslendingar séu allir nýbúar hér á landi, vegna þess að forfeður okkar sem námu hér land, voru víst allir af erlendu bergi brotnir.
Eftir því sem ég kemst næst, þá á ég engar ættir að rekja til útlanda, hvort sem það er gott eða slæmt. Forfeður mínir komu hingað fyrir ca. ellefuhundruð árum, getur skeikað einhverjum árum til eða frá, kannski áratugum, en mínar ættir hafa búið hér ansi margar kynslóðir, þannig að ég hlýt að mega kalla mig íslending en ekki nýbúa.
Engar staðfestar heimildir eru fyrir því, að Papar hafi eitthvað fiktað í kvenfólki því sem nam hér land, þannig að miðað við röksemdir nokkurra furðufugla, þá er víst enginn íslendingur til, heldur búa hér á landi eintómir nýbúar.
Athugasemdir
Sæll Jón. Ég mun aldrei kalla mig annað en Íslending. Enda er ég með ættir mínar aftur til ársins 1500. Er ekki kominn lengra í lestrinum. kv Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 15.5.2011 kl. 12:11
Auðvitað erum við íslendingar, það má vel vera að ég hafi írskt blóð í mér eða eitthvað annað, mjög útþynnt.
En þau lönd sem forfeður mínir hugsanlega komu frá, fyrir mörghundruð árum, myndu vart viðurkenna mig sem landa sinn.
Jón Ríkharðsson, 15.5.2011 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.