Laugardagur, 14. maí 2011
Eru til einhverjir "hrunflokkar"?
Umræðan um hina svokölluðu "hrunflokka", þ.e.a.s. Framsóknarlokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, hefur verið óvenjulega lífsseig og þrátt fyrir mikið magn af upplýsingum um fjármálahrunið sem átti sér stað í heiminum.
Höfuðorsökin mun hafa verið, ásamt mörgum samverkandi þáttum sem íslenskir stjórnmálaflokkar gátu ekki haft neitt með að gera, var gífurlegt framboð af ódýru lánsfé sem flæddi um heiminn. Ég efast um að Davíð Oddsson eða Geir H. Haarde hafi haft áhuga eða tíma til, að pakka vafasömum Bandarískum húsnæðislánum inní skuldabréfavafninga.
Einkavæðing ríkisbankanna hafði ekkert með hrunið að gera.
Ef einhver telur að ólöglega hafi verið að verki staðið, þá ber að kæra m.a. Ríkisendurskoðun, því sú stofnun gaf það út, að einkavæðingaferlið hefði staðist lög, þótt einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar af hálfu stofnunarinnar, en það mun hafa verið vegna þess að Steingrími Ara fannst menn fara of geyst og vel má vera að það hafi verið rétt hjá honum.
Einnig kann að vera rétt, að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir bankanna, en það var ekki söluverð bankanna sem olli hruninu á fjármálamörkuðum heimsins.
Það virðist hafa farið framhjá ansi mörgum, að það voru ekki bara Landsbankinn og Búnaðarbankinn sem hrundu vegna hrunsins, Glitnir hrundi reyndar fyrstur og vitað er, að sjálfstæðismenn lögðu aldrei neina sérstaka blessun yfir þann banka. Margir sögðu, fyrir hrunið, að Davíð hefði sérstakt hatur á eigendum Glitnis, en um það skal ekki fullyrt, allavega er það ljóst að sá banki naut engrar sérstakrar velvildar stjórnvalda, umfram aðrar fjármálastofnanir.
Haustið 2008 stóðu stjórnvöld frammi fyrir stærsta og erfiðasta verkefni, sem íslensk ríkisstjórn hefur lent í. Þegar menn lenda í fordæmislausum vandræðum, með snarvitlausa þjóð hangandi yfir sér, öskrandi allan sólahringinn, þá er ekki óeðlilegt, að menn framkvæmi einhverja handvömm. Eftir á að hyggja, þá er alltaf hægt að gera betur. En takmörk mannshugans eru m.a. þau, að hann þarf alltaf reynslu eða fordæmi til að standa rétt að málum.
Það voru engin fordæmi né haldbær fyrirmæli til staðar, til að styðjast við á þessum tíma, stjórnvöld þekktu ekki kreppu af þessari stærðargráðu.
Þrátt fyrir allt, þá tókst að viðhalda greiðslumiðlun við útlönd, á tímabili óttaðist þjóðin, að það yrði vöruskortur, en það gerðist ekki. Það mun hafa talist mikið afrek hjá starfsfólki Seðlabankans að halda öllu gangandi í þessum aðstæðum.
En flestir hafa nú gleymt þessu, þótt ekki sé langur tími liðinn frá því að hrunið varð.
Núna hafa sérfræðingar út um allan heim hrósað ríkisstjórn Geirs H. Haarde, fyrir það, að hafa tekið rétta ákvörðun og sleppt því að dæla fé í ónýta banka. Sumir segja að það hafi verið vegna þess að peningarnir voru ekki til staðar.
Það er einföldun á staðreyndum, vegna þess að um mitt ár 2008 stóð íslenska ríkinu til boða, að taka stór lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Stjórnvöld þáðu ekki lánið, m.a. vegna þess að þau þóttu of dýr, en stjórnarandstaðan vildi ólm taka lánið, ásamt Þorvaldi Gylfasyni og fleiri fræðimönnum, til þess að standa á bak við bankanna ef þeir lentu í vandræðum.
Sá sem allt vissi, svona eftir á, hann Þorvaldur Gylfason, sagði að vandi Glitnis muni hafa verið lausafjárvandi, Már Guðmundsson tók í sama streng.
Vitanlega vita allir í dag, að vandi Glitnis var mikið stærri, bankinn var bæði baneitraður og handónýtur. Og "hrunflokkarnir" einkavæddu hann ekki, samt féll hann fyrstur allra.
Þegar hörmungar eiga sér stað, þá fara oft ýmsar samsæriskenningar á kreik.
En þeir sem trúa því, að einkavæðing tveggja ríkisbanka á lítilli eyju, norður í Atlandshafi, hafi átt stóran hlut í hruni hagkerfis heimsins, þeir hafa afskaplega fjörugt ímyndunarafl.
Athugasemdir
Stærsti hrunflokkurinn heitir Samfylkingin. Það er eins og þetta fólk hafi verið slegið algerri blindu fyrir sínum eigin gjörðum á tímabilinu frá maí 2007 - desember 2008, og algerlega gleymt þeirri staðreynd að hafa setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta lið minnir helst á leikskólakrakka sem reynir að koma eigin sök yfir á einhvern annan sem síður getur borið hönd fyrir höfuð sér. Samfylkingin hefur enga sómatilfinningu, og þekkir því miður ekki sinn vitjunartíma.
Sigríður Jósefsdóttir, 15.5.2011 kl. 13:40
Já Sigríður mín, það má alveg færa rök fyrir þessu, varðandi Samfylkinguna.
Fjölmiðlar hafa lítið haft fyrir því, að fræða landann um mistök Jóhönnu, þegar hún jók lán Íbúðarlaánasjóðs á kolvitlausum tímapunkti, stuttu eftir að hún hafði samþykkt að minnka lánin.
En ef við erum sanngjörn, þá ber enginn flokkur ábyrgð á hruninu. Óvönduð vinnubrögð stjórnenda bankannaáttu stærstan þátt í því, og ekki má gleyma útlendingunum sem voru tilbúnir til að lána þeim.
Það má raunar segja, að slök efnahagsstjórn, sem fólst m.a. í of mikilli aukningu ríkisútgjalda hafði sitt að segja og sjálfstæðismenn bera þar vitanlega mikla ábyrgð.
En ekki má gleyma VG, Steingrímur vildi lofa skólakerfi, sem ríkið kostaði að fullu, frá leiksskólum og upp í háskóla, ásamt ókeypis læknisþjónustu, tannlæknaþjónusta þar með talin.
Ég kíki annað slagið á heimasíður hinna flokkanna, til að vita um hvað ég er að tala og þessi loforð hans má finna í ræðunni sem hann flutti á landsfundi þeirra árið 2007.
Hrunið hefði orðið margfalt verra ef vinstri stjórn hefði ríkt hér á landi, um það verður ekki deilt.
Jón Ríkharðsson, 15.5.2011 kl. 16:05
Ég er alveg handviss um að við stæðum miklu betur núna ef vinstri stjórnin hefði ekki komið nærri. Það hefur öll uppbygging verið stoppuð, VG. Svandís . Og það sem ekki hefur verið stoppað, það er að lognast útaf, þökk sé vinstri stjórninni, og svo hefur Icesafe og ESB, ástin þeyrra hefur valdið því að ekkert hefur verið hægt að gera í þrjú ár. En þetta er víst allt Davíð að kenna! Að þeirra mati!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.5.2011 kl. 23:50
Nei það eru engir hrunflokkar til, en það eru til hrun kjaftar, og þeir þykjast stjórna landinu, því miður!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.5.2011 kl. 23:56
Já Eyjólfur minn, við stæðum sko margfalt betur ef þessi ríkisstjórn væri ekki til staðar.
Ég spurði einn hámenntaðan stjórnmálafræðing sem ég þekki, hvort til væri vanhæfari ríkisstjórn í veraldarsögunni.
Þessi maður er vanur að svara fljótt og vel öllum mínum spurningum, enda hafsjór af fróðleik varðandi pólitík og sagnfræði, hvort tveggja er hans aðalástríða og atvinna.
Þessi góði maður hugsaði sig vel um og sagði; "Jón minn, nú er ég ekki viss, en það er ekki útilokað".
Mér finnst það segja allt sem segja þarf.
Jón Ríkharðsson, 15.5.2011 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.