Harpan er ein samfelld sorgarsaga.

Klassísk tónlist hefur auðgað mitt líf, frá því ég man eftir mér.

Snemma hreifst ég af dýptinni og kraftinum í verkum Beethoven, Óðurinn til gleðinnar eru tónar frá öðrum heimi að mínu mati. Það er mjög upplífgandi að hlusta á stríðnina og léttleikann í verkum Mozarts og það frábæra hugmyndaflug sem hann hafði er einstakt, enda var kom hann með nýjan tón inn í tónlistarheiminn.

Úti á sjó þykir mér fátt betra en að njóta þess að láta öldurnar vagga mér inn í draumalandið og hlýða á Árstíðirnar eftir Vivaldi, maður skynjar rigningu, sól, vetur og storm og ég sé þegar ég loka augunum og hlusta á kaflann um sumarið, fallegan skóg og heyri óm af fuglasöng.

Alls þessa hef ég notið fyrir tíma Hörpunnar, en hús af þesari stærðargráðu hentar ekki íslensku þjóðinni, allavega ekki á tímum sem þessum.

Þótt Einar Benediktsson tali um miklar tekjur af tónleikum og ráðstefnum, þá er eftir að greiða niður kostnaðinn af byggingunni, ég hef heyrt að hann sé þrjátíu milljarðar og rekstrakostnaður mun vera ca. milljarður á ári, hef ég frétt.

Á sama tíma og þarf að styrkja löggæslu í landinu og efla heilbrigðisþjónustuna, ásamt því að huga vel að þeim sem á hjálp þurfa að halda, þá er þessi framkvæmd fáránleg.

Við þurfum ekki dýrasta tónlistarhús veraldar til að hlusta á tónlist. Tónlistin er allsstaðar, hægt er að hlýða á þyt í laufi á sumrin, fagran lækjarnið osfrv., náttúran flytur margar ljúfar tónsmíðar sem hægt er að njóta.

Ef fólk hefur ekki áhuga á tónlist nátúrunnar, þá eru til ágætis hljómflutningstæki og ef fólk vill hlusta á lifandi tónlist, þá virtist Háskólabíó hafa séð ágætlega fyrir því.

Vissulega er endalaust hægt að bæta alla hluti, en það þarf alltaf að sníða sér stakk eftir vexti.

Ekki ætla ég að lofa mér því, að fara aldrei í Hörpuna, það hefur ekkert upp á sig.

Fyrst húsið er komið, þá er eins gott að njóta þess, þótt ég hafi aldrei verið sáttur við að íslendingar væru að bruðla á þennan hátt.Það er best að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta og Harpan hverfur ekki þótt ég neiti að sækja þangað.

En við íslendingar erum ekki rótgróin tónlistarþjóð, við erum fiskimanna og bændasamfélag fyrst og fremst.

Þjóð sem er ekki sátt við eigin sjálfsmynd, lendir alltaf í vandræðum eins og sést á þessri miklu peningasóun sem skilar sér aldrei að fullu til baka.

 


mbl.is Brotið blað í menningarsögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er skynsamleg og góð færsla, Jón.

"Þjóð sem er ekki sátt við eigin sjálfsmynd, lendir alltaf í vandræðum eins og sést á þessri miklu peningasóun sem skilar sér aldrei að fullu til baka."

Þjóð sem telur sig þurfa að standa í svona bruðli til að fegra sjálfsmyndina má líkja við mann sem telur sig þurfa stóran jeppa til að bæta fyrir smæð ákveðins líkamshlutar. Þegar jeppinn er kominn þarf að reka hann og borga af lánunum en líkaminn breytist ekkert. Eins er það með þjóðina og þetta glerhús. Húsið er komið, með öllu tilheyrandi en þjóðin er óbreytt... 

Hörður Þórðarson, 18.5.2011 kl. 00:42

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er með sömu tilfinningu fyrir Hörpunni, mig hefur ekki langað til að skoða hana að innan ennþá og sé bara til hvort ég fæ einhvern tímann löngun til þess. Þá væri það helst til að fara á tónleika sem þar eru. Fólk talar þar að auki um að það sé eins og að ganga inn i helli að fara þar inn, hún sé dimm.

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.5.2011 kl. 04:19

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vel mælt!

Sumarliði Einar Daðason, 18.5.2011 kl. 07:19

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fínt þetta hjá þér Jón

Jón Snæbjörnsson, 18.5.2011 kl. 08:02

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hörður, Jóhanna, Sumarliði Einar og Jón Sæbjörnsson.

Ég þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar og jákvæð orð í minn garð.

Í framhaldi af því sem Jóhanna segir, þá vorum við að sigla inn í höfnina fyrir stuttu og horfðum á Hörpuna.

Við stóðum fram á stefni og vorum að gera grín að húsinu, birtan skein þannig á það, að þetta var eins og það væri pakkað inn í sellófónpappír.

Þegar ég hafði orð á þessu, þá sagði einn félagi minn, að þeta væri rétt hjá mér, húsinu væri pakkað inn í sellófan því þetta væri jú gjöf til elítunnar frá okkur.

Mér finnst þetta svokallaða listaverk hans Ólafs Elíassonar ekki fallegt, en það er bara mín skoðun. Hún er mjög kjánaleg í útliti utan frá sjónum séð.

Jón Ríkharðsson, 18.5.2011 kl. 09:11

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

..og það sorglegasta í þessu öllu saman er; að skilyrði rekstraraðilans fyrir afnotum af húsinu eru svo ströng, að þau fæla tónleikahaldara frá.  Þannig að hætt er við því að meiri kostnaður lendi á okkur skattgreiðendum fyrir vikið.

Sigríður Jósefsdóttir, 18.5.2011 kl. 09:34

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Sigríður, þetta er mjög góð ábending hjá þér.

Jón Ríkharðsson, 18.5.2011 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband