Miðvikudagur, 18. maí 2011
Umræða um styrkjamál á villigötum.
Hluti þjóðarinnar er svo einfaldur og grunnhyggin að eðlisfari, að það er nóg að segja "mútur", "ofurstyrkir" og "spilling", til þess að allt fari upp í loft, þetta er auðveld og fljótleg leið til að rústa mannorði einstaklings, sem að getur verið ákaflega granvör og heiðarleg manneskja.
Ein og flestum ætti að vera ljóst, þá er ég mikill sjálfstæðismaður og tryggilega innmúraður inn í þann góða flokk, í fulltrúaráði, flokksráði og stjórn hverfafélags. Ég þekki þingmenn flokksins misvel, suma lítið og aðra nokkuð náið.
Af þeim sökum þekki ég margt varðandi styrki í kring um prófkjör.
Það er ómögulegt að birta nöfn allra þeirra sem styrkja frambjóðendur í prófkjörum, vegna þess að þeir vilja ekki gefa það upp og ástæðan getur verið einföld.
Það skapast oft ansi náin vinátta milli fólks í flokknum og þar af leiðandi er sú hætta fyrir hendi, að maður særi góðan vin með því að gefa upp styrkina.
Ég gæti t.a.m. myndað gott vinasamband við þingmann, við eigum sameiginleg áhugamál og margt sem tengir okkur, jafnvel fjölskyldubönd, en mér finnst annar einstaklingur, sem ég þekki minna hæfari en hann. Þess vegna vel ég ekki vin minn, en ég vil vitanlega ekki að hann viti það, vegna þess að pólitíkusar eru viðkvæmari fyrir höfnun en margir aðrir.
Sjálfur hef ég styrkt frambjóðendur í prófkjöri, vegna þess að mér líst vel á þá og ég vil endilega að þeir komist að. Ég vil ekki gefa upp hverjir það eru, vegna þes að þá koma hinir og spyrja mig, hvers vegna ég styrkti hinn frambjóðandamm, en ekki hann.
Á ég þá að segja t.a.m. við vin minn, að ég hreinlega treysti honum ekki eins vel og hinum?
Þá er ég búinn að skaða og jafnvel eyðileggja vináttu sem var mér mjög kær.
Ég ákvað að nefna þetta, því þetta hefur ekkert verið í umræðunni, vegna þess að fólki finnst meira gaman að þvaðra um spillingu, án þess að geta sannað nokkuð.
Engum varðar um nákvæmar tölur, en ég styrki flokkinn það mikið, að ég fæ spjald sem á stendur "styrktarmaður" fyrir hvern landsfund og gylltan fálka í umslagi ásamt þakkarbréfi frá framkvæmdarstjóra flokksins.
Það er það eina sem ég fæ frá flokknum. En aftur á móti legg ég á mig heilmikla vinnu í þágu flokksins, því ég vil að sjálfstæðisstefnan sé ríkjandi hér á landi.
Aldrei hef ég sóst eftir, né heldur verið boðið neitt frá þeim frambjóðemdum sem ég hef styrkt, þeir hafa sem betur fer komist að og það er mér nóg.
Það þýðir ekki að kokgleypa allar fullyrðingar, sem koma frá pólitískum andstæðingum viðkomandi, án þess að skoða hvort eithvað liggi að baki þeim.
Það er oft ágætt að hugsa aðeins meira og kynna sér málin.
Athugasemdir
Orð í tíma töluð! kv. blaskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 18.5.2011 kl. 14:15
Þakka þér fyrir Eyjólfur minn.
Jón Ríkharðsson, 18.5.2011 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.