Fimmtudagur, 19. maí 2011
Góður fundur hjá Sjálfstæðisflokknum.
Ég var að koma af mjög góðum fundi hjá Sjálfstæðisflokknum og þar sannaðist enn og aftur, að enginn flokkur jafnast á við hann, þótt hann sé vissulega ekki fullkominn.
Verið var að ræða beint lýðræði og spunnust líflegar umræður um það.
Fundinn sátu einnig menn sem ekki eru í flokknum og það var mikið gleðiefni fyrir okkur sem að honum stóðu.
Til máls tók Eiríkur Stefánsson, pistlahöfundur á Útvarpi Sögu og sagði sínar skoðanir á flokknum, sem voru ekki beint jákvæðar. En það var engu að síður gott að heyra í honum, því þótt við séum ósammála að ýmsu leiti, þá er Eiríkur maður sem talar hreint út og er sannarlega, með hjartað á réttum stað.
Við Eiríkur áttum notalegt spjall eftir fundinn og mér þótti mjög vænt um þá stund.
Sjálfstæðisflokkurinn er opinn og víðsýnn flokkur. Við viljum endilega að sem flestir mæti á fundi hjá okkur og tjái sína skoðun.
Opin tjáskipti, þar sem tekist er á um málefni, eru nauðsynleg í lýðræðislegum stjórnmálaflokki.
Við í Verkalýðsráði flokksins stefnum að því, að hafa fleiri fundi á þessum nótum, sem eru opnir fyrir alla.
Við viljum skiptast á skoðunum varðandi öll mikilvæg málefni, ESB, gjaldmiðilsmál, sjávarútvegs og auðlindarmál osfrv.
Það er okkur mikils virði að fá að heyra öll sjónarmið, því þannig bætum við samfélagið.
Styrkur þjóðarinnar eykst þegar Sjálfstæðisflokkurinn eflist.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð að afnámi hafta, opnun markaða og frjálsara samfélagi.
Þótt hann hafi farið nokkrum sinnum út af sporinu í sinni áttatíu ára sögu, þá kemst hann ávallt á rétta braut á ný, sterkari en áður.
Athugasemdir
Gott að heyra þetta nafni. Vel að verki staðið.
Jón Baldur Lorange, 19.5.2011 kl. 00:51
komst ekki á fundin því miður/Kveðja,kem næst!!!
Haraldur Haraldsson, 19.5.2011 kl. 01:00
Hm ...............
Björn Birgisson, 19.5.2011 kl. 01:01
Þakka þér fyrir hólið nafni, það verður framhald á þessu hjá okkur, því get ég lofað.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2011 kl. 01:44
Halli minn, þú kemur bara næst, við höldum áfram í haust.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2011 kl. 01:44
Björn minn Birgisson, ég tek "hm..." hjá þér sem efasemdarspurningu, en henni er auðvelt að svara.
Sjálfstæðisflokkurinn er að læra og þroskast, það mættu aðrir flokkar taka sér til fyrirmyndar.
Ef ég kæmi, sem yfirlýstur sjálfstæðismaður í pontu hjá Samfylkingunni eða Vinstri grænum og myndi rakka þau niður, þá efast ég um að mér yrði vel tekið.
Eiríkur Stefánsson hellti sér m.a. yfir Styrmi Gunnarsson sem var einn frummælenda, einnig fann hann flokknum allt til foráttu.
Styrmir svaraði fyrir sig, eftir fundinn ræddu þeir málin og skildu sáttir. Ég er ekki viss um að Eiríkur gangi í flokkinn, en hann getur ekki sagt annað en að vel hafi verið tekið á móti honum og á hann hafi verið hlustað.
Þetta er bara þannig Björn minn, eins og ég hef margoft bent á, að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka sökum umburðarlyndis og víðsýni.
Við eigum að virða skoðanir hvers annars og hlusta á öll sjónarmið.
Annars náum við aldrei að þroskast.
Umræðan hér á landi þarf að breytast, fólk þarf að kynna sér betur málin áður en það dæmir.
Sturla Jónsson vörubílstjóri var þarna líka, við áttum saman mjög gott spjall, þótt hann sé ekki sjálfstæðismaður eins og alkunna er.
Á þennan fund komu sem sagt tveir menn, sem báðir hafa skammast hatrammlega út í Sjálfstæðisflokkinn og talið hann rót alls ills.
Við virðum þeirra skoðanir og bjóðum þá velkomna aftur, jafnvel þótt þeir komi aldrei til með að kjósa flokkin og haldi áfram að hatast út í hann.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2011 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.