Fimmtudagur, 19. maí 2011
Það þarf nýja rannsóknarnefnd.
Fábjánarnir sem í ráðherrastólum sitja heimta það, að Geir H. Haarde verði sóttur til saka, jafnvel þótt stjórnarliðar sé allir sannfærðir um, að hann sé heiðarlegt góðmenni.
En komið hefur í ljós, að Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn, vildu yfirtaka lánasöfn hinna föllnu banka með miklum afskriftum til þess að hægt væri að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki, vegna þess forsendubrests er varð í kjölfar efnahagshrunsins.
Hægt er að lesa um þetta ítarlegan pistil hjá Ólafi Arnarssyni á Pressunni.
Fábjánarnir í ráðherrastólunum lofuðu skjaldborg um heimilin í landinu ásamt því að hjálpa skuldsettum fyrirtækjum.
Þau höfðu varla sleppt orðinu, þegar þau fóru í viðræður við erlenda kröfuhafa og leyfðu þeim að njóta afskriftanna. Engum dettur til hugar að einhverjar vafasamar hvatir hafi ráðið för hjá Jóhönnu og Steingrími Joð, þau eru fábjánar og verk þeirra endurspegla þau karaktereinkenni ansi vel.
Fábjánar telja sig alltaf vera að gera góða hluti, enda heyrast þau aldrei segja neitt annað, heldur en að allt sé á góðri leið og benda á það, að AGS menn séu ógurlega ánægðir með þau.
Það er vitanlega vegna þess að þau hlýða öllu sem AGS segir og stofnanir eru alltaf glaðar með þá sem hlýða þeim í blindni, skárra væri það nú.
Já það þarf nýja rannsóknarnefnd til að rannsaka öll verk þessarar ríkisstjórnar, ekki til að dæma þessa ræfla, heldur til að kenna þjóðinni enn og aftur þá staðreynd, að vinstri stjórn virkar ekki og mun aldrei virka.
Ég get ekki fengið það af mér að vera reiður út í þessa fábjána,.
Það er vegna þess að amma mín sáluga, sem var mér óskaplega góð og sýndi mér takmarkalausan skilning, kenndi mér það, að vera alltaf góður við fábjána og gamlar konur.
Ég hlýddi alltaf ömmu meðan hún var á lífi og ekki fer ég að sverta minningu hennar, með því að vera reiður við einstakling sem er bæði fábjáni og gömul kona.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.