Er Harpan að tærast upp?

Á vef Arkitektafélags Íslands er fjallað um tæringu í gluggum Hörpunnar og ýmsir fagmenn lýsa því yfir, að illa hafi verið að verki staðið, þétting hafi ekki verið eftir réttum stöðlum osfrv.

Þessi bygging getur þá orðið alvitlausasta framkvæmd íslandssögunnar í fyllingu tímans.

Hvernig í ósköpunum datt mönnum í hug, að byggja risastórt tónlistarhús hér á íslandi?

Þótt Björk hafi getið sér góðan orðstír fyrir sína tónlist, ásamt örfáum öðrum söngvurum, þá er nú erfitt að halda því fram að þessir einstaklingar séu stórt hlutfall af þjóðinni, þótt hún sé vissulega fámenn.

Það má vel vera, að þónokkur fjöldi íslendinga geti raulað þokkalega og sómi sér ágætlega í kórum.

Og margir eru bísna leiknir á hljóðfæri og sinfóníuhljómsveitin okkar þykir standa sig með ágætum.

Ég veit ekki hvort hún er á heimsmælikvarða, þótt einhverjir útlendingar hafi hrósað henni, því nokkrum sinnum hefur komið fyrir, að myndir hafa verið birtar af íslenskum þátttakendum í Eurovision, ásamt brosandi útlendingum, sem að sögn fjölmiðilsins hafa hrósað íslendingunum rosalega mikið.

En það er ekkert að marka, útlendingar eru kurteisir og vilja ekki særa svona litla þjóð að ástæðulausu.

Það er eðlilegt að útlendingar brosi góðlátlega og svari því til, að þetta sé nokkuð gott, þegar eftirvæntingarfulllur blaðamaður spyr þá, hvernig þeim líst á lagið.

Enda hefur komið í ljós, að þetta var bara kurteisishjal, við höfum oftast lent talsvert fyrir neðan fyrsta sætið og sem betur fer aldrei unnið, vegna þess að við höfum hvorki aðstæður né efni á að halda keppnina hér á landi.

Við höfum enga almennilega tónlistarsögu á boðr við stærri þjóðir, þrátt fyrir Kristján og Björk.

Við erum að stofni til sjómenn og bændur, það er alveg prýðilegt hlutskipti.

Svisslendingum kæmi seint til hugar að kalla sig fiskveiðiþjóð, þótt einhverjir Svisslendingar starfi eflaust sem sjómenn í öðrum löndum.

En að byggja tónlistarhöll fyrir þrjátíu þúsund milljónir, sem jafnvel er að tærast upp, það er erfitt að fina prenthæft lýsingarorð sem hæfir þeim mistökum.

Viðgerðir geta orðið æði kostnaðarsamar og þá er eins gott að hafa sagt nei við Icesave.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru allavega ekki að rifna úr fögnuði þarna hjá Arkitektafélaginu.  Stórslys í uppsiglingu ef ég skil þá rétt. Skil ekki af hverju þetta var ekki galvaniserað. Kannski best að fela einhverju litlu fyrirtæki hér heima að smíða einn eða tvo svona gluggaramma á dag og galvanisera þá og skipta svo út í rólegheitunum og láta Kínverjana borga hluta. Það er allavega betra en að bíða eftir að þetta hrynji. Ef ryðið heldur áfram, þá byrjar að leka og jafnvel rúður að detta úr.  Nú verða menn að vera algerlega heiðarlegir með þetta.

Það eru fleiri skandalar úr byggingaræði tvþúundogsjösins, sem ekki má tala um. T.d. er glerturninn þarna skammt frá við Skúlagötu ónýtur. Verður aldrei notaður og gæti jafnvel hrunið í næsta stórskjálfta. Menn hafa verið að reyna að selja hann grunlausum útlendingum. Líklega skilanefndirnar. Ætla menn að koma heiðarlega fram þar?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 06:33

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Við erum að stofni til sjómenn og bændur, það er alveg prýðilegt hlutskipti

fer ekki á milli mála að þú hittir naglann á höfðuð Jón

Jón Snæbjörnsson, 19.5.2011 kl. 08:14

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir kæru nafnar, það er ánægjulegt að við skulum vera hér þrír sem berum þetta góða og alþjóðlega nafn, sem mun víst vera þekkt í flestum löndum heimsins, eftir því sem einn fróður nafni okkar tjáði mér eitt sinn.

Jón Steinar, það eiga margir gallar eftir að koma fram á byggingum sem byggðar voru á geðveikistímanum.

Ég lærði eitt sinn húsasmíði og nýtti mér þá kunnáttu meðan gengið var svo hátt að sjómennskan gaf lítið af sér, þá voru tekjurnar í smíðinni.

Máður varð vitni að ýmiskonar fúski, það var alltaf verið að flýta sér og fagmennska látin eiga sig að miklu leiti.

Og Jón Snæbjörnsson, við erum innilega sammála, það er ekkert að því að vera stoltur af því, að vera bóndi og sjómaður að stofni til.

Allir mínir forfeður voru bændur, verkamenn og sjómenn og ég veit ekki betur en að þetta hafi allt saman verið þokkalega heiðarlegir menn.

Jón Ríkharðsson, 19.5.2011 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband