Marklaus talnaleikfimi.

Steingrímur fetar í fótspor Stefáns Ólafssonar og notast við talnaleikfimi sem hefur ekkert raunverulegt gildi.

Hagfræðin og aðrar vísindagreinar eru fullar af allskyns kenningum og aðferðum sem geta gefið hinar ýmsu niðurstöður, en þær standast ekki alltaf raunveruleikann.

Auðvelt er að segja að atvinnuástand hér á landi sé nokkuð gott, þar sem ca. 90 % hafa vinnu. Það þýðir vitanlega að mikill meirihluti fólks hefur atvinnu sem ætti að vera jákvætt, svona ef maður skoðar tölur á blaði.

En fólk sem hugsar, veit að tíu prósent atvinnuleysi er óásættanlegt, vegna þess að atvinna skiptir okkur svo gríðarlega miklu máli, þess vegna er öðruvísi að upplifa hlutina heldur en að lesa um þá.

Hægt er að finna allskyns niðurstöður sem sýna að skattbyrði hafi aukist, einnig að hún hafi lækkað.

En það sem máli skiptir er, hvað fólk raunverulega heldur eftir af sínum launum og hvernig gengur að lifa af þeim.

Það fólk sem þarf að draga fram lífið á lágum tekju, sjá fyrir fjölskyldu og borga afborganir af lánum, heyrir niðurstöður Stefáns Ólafssonar þess efnis, að tekjulægstu hópunum hafi verið mest hlíft við skattahækkanir, þá upplifir það enga sælu.

Það er framleiðsla og útflutningur sem bæta kjör fólks, tekjustreymi til landsins í erlendri mynt.

Talnaleikfimi sem sýnir fram á góðan hag þeirra sem lægst hafa launin, virkar eins og ísköld vatnsgusa á fólk, sem er að berjast við að ná endum saman og þarf að vera upp á náð og miskunn lánastofnanna þegar líða tekur á mánuðinn.

Veruleikinn er nefnilega ekki það sama og tölur á blaði sýna.


mbl.is Ólík sýn á skattkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband