Eru gjaleyrishöftin að tefja endurreisnina?

Ef marka má orð forstjóra Kauphallar Íslands, þá eru gjaldeyrishöftin að halda gengi krónunnar í neðri mörkum.

Það þýðir vitanlega ekki að taka eingöngu mark á einum aðila, en þegar matsfyrirtækin segja að gjaldeyrishöftin séu að lækka lánshæfismatið, þá er hægt að leggja við hlustir, því þarna eru nokkrir aðilar á sama máli.

Einnig hafa fregnir borist af því, að erlendir fjárfestar, sem tilbúnir eru til að fjárfesta hér á landi, halda að sér höndum á meðan gjaldeyrishöftin eru til staðar.

Og heilbrigð skynsemi hlýtur að segja okkur það, að röng skráning gengis getur aldrei staðist til lengdar.

Hvað gera svo sauðirnir í stjórnarráðinu?

Vitanlega festa þau höftin í sessi með fáránlegum lagasetningum, ekki er við öðru að búast hjá þessum fábjánum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

við skulum vona að þingmenn hafi kjark í þetta skipti til að kjósa gegn gjaldeyrishöftunum.

Lúðvík Júlíusson, 19.5.2011 kl. 18:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þar erum við sammála Lúðvík, gjaldeyrishöftin þurfa að hverfa sem allra fyrst.

Jón Ríkharðsson, 19.5.2011 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband