Föstudagur, 20. maí 2011
Er þingmaðurinn andvígur lýðræði?
Háttvirtur þingmaður Björn Valur Gíslason virðist eitthvað ósáttur, við eðlilegar og hefðbundnar starfsaðferðir alþingis Íslendinga.
Auðvelt er að skilja viðbrögð þingmannsins i ljósi þess, að stjórnarliðum þykir afar óþægilegt ef einhver mótmælir þeirra málflutningi.
En slík afstaða er óæskileg, vegna þess að það sem Björn Valur er að gagnrýna, er einmitt hornsteinn þingræðisins.
Stjórn og stjórnarandstaða takast iðulega á um hin ýmsu mál. Stjórnin hefur meiri völd sökum þess, að hún hefur meirihluta á þingi, helsta vopn stjórnarandstöðunnar er að tefja þau mál, sem hún vill ekki að komist að.
Sú aðferð að beita málþófi og öðrum aðferðum, til þess að tefja fyrir því að frumvörp komið að, hefur verið stunduð á alþingi frá upphafi þess. Vinstri grænir notuðu þetta vitanlega þegar þeir voru í stjórnarandstöðu, þannig að ekkert er óeðlilegt að sjálfstæðismenn geri það líka.
Björn Valur hefur kannski svipaða skoðun og flokksbróðir hans, Þráinn Bertelsson, en sá ágæti maður sagði það eitt sinn, að sér leiddist lýðræðið óskaplega mikið.
Er gott að hafa menn á þingi, sem er óhressir með lýðræðið?
Segir stjórnarandstöðu tefja kvótaumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.