Samt er Spánn í ESB.

Spánn er eitt aðildarríkja Evrópusambandsins eins og allir vita.

Þrátt fyrir það, þá er 20% atvinnuleysi þar í landi og svo mikil óánægja, að fólk þar í landi er að mótmæla fyrir framan þingið þar í landi og landar þeirra á Íslandi sýna þeim samstöðu.

Evrópusinnar íslenskir hafa nú ansi lengi haldið því fram, að okkur sé lífsnauðsyn að ganga í sambandið, til þess að okkur gangi betur.

Það er ekkert óeðlilegt við það, að sumum líði betur ef við værum í ESB, en að halda því fram að eitthvað batni hér á landi við inngönguna, það tel ég vera stóran misskilning.

Reglulega koma fréttir af erfiðleikum aðildarríkja ESB, þar er almenningur að mótmæla, atvinnuleysi gífurlegt og sama baslið og hér á landi, kannski meira en örugglega ekki minna.

En hins vegar má vel taka undir það sjónarmið, að íslenskir embættis og stjórrmálamenn eiga góða möguleika á vel launuðum stöðum í Brussel.

Það er hins vegar spurning, hvort við eigum að ganga í ESB til þess að Össur og fleiri eigi möguleika á hálaunastörfum.


mbl.is Spánverjar mótmæla við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er mjög slæmt að andstæðingar ESB aðildar hafa enga til að fylkja sér a bak við nema fólki sem "virðast" ekki vita neitt um ESB. Flestir heimsýnarmenn vita þó miklu meira um ESB en þeir vilja vera láta.

Spánn glímir við mikið atvinnuleysi, þetta er það eina rétta sem kemur fram í þessum pistli. Ástæðan er sú að Spánn var með opnustu innflytjendastefnu af öllum ríkjum Evrópu. Langstærsti hluti atvinnulausra á Spáni eru útlendingar sem koma utan ESB. Sjá innflytjenda demografíu Spánar:

http://en.wikipedia.org/wiki/Immigration_to_Spain

Taktu reyndar eftir hvað þeir segja fyrir ofan töfluna:

"Immigrants from South America can obtain Spanish nationality after residing 2 years in Spain, the reason why they stop being counted as immigrants.

-Spain automatically grants Spanish nationality to the children of immigrants born in Spain who do not ask for the nationality of origin of their parents, unlike other countries of the EU that do not do it. It is for this reason that although the South-American immigrants of origin are most numerous, the Romanians or the Moroccans surpassed them in the official statistics."

Svo jafnvel þó þessi demografíu sýni að mjög mikið af innflytjendum komi frá Suður Ameríku, þá segir það aðeins hálfa söguna, miklu stærri hluti kemur frá Suður Ameríku því flestir komu á uppvaxtarárunum og eru því orðnir spænskir ríkisborgarar núna. Það ESB vinnuafl sem kemur í gegnum ESB frjálsa markaðinn er fyrst fremst Þjóðverjar og Bretar(reyndar líka Rúmenar og Búlgaríumenn en þeir byrjuðu að streyma til Spánar langt áður en þessi tvö lönd komust á frjálsa vinnumarkaðinn). Það er nokkuð ljóst af almennri skynsemi að Bretar og Þjóðverjar flytja ekki til Spánar til að leita sér að betri lífsskilyrðum heldur sé frekar um að ræða nokkuð vel stæðan hóp sem kaupi fasteign eða bar og séu sjálfstæðir atvinnurekendur.

Það er að vísu rétt að það koma reglulega fram fréttir um vandræði ESB ríkja en um er að ræða ríki sem við höfum aldrei borið okkar saman við. ESB er í bullandi uppgangi þessa dagana, vandamálið er þið sækjist alltaf eftir að miða okkur saman við Grikkland eða Portúgal sem hefði þótt mikið metnaðarleysi fyrir fáeinum árum síðan. Það er varla neitt sem heitir kreppa í Norður Evrópu ef frá er skilið Írland. Þýskaland er þegar búið að vinna upp samdráttinn í kreppunni og atvinnuleysi þar fer minnkandi. Íslendingar eru löngu hættir að kreppumæla sig við Skandinavíu, Þýskaland, Holland, Lúxemborg sem áður þótti verðugir keppunautar

Jón Gunnar Bjarkan, 20.5.2011 kl. 22:26

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Jón Gunnar.

ESB hefur marga góða kosti, um það deilir enginn, það hefur Ísland líka.

Það sem ég hef alltaf sagt er ósköp einfalt, sumum hentar það að ganga í ESB og öðrum ekki.

Ég er ekki sérfræðingur í ESB, enda þarf maður ekki að vera sérfræðingur í málum til þess að taka afstöðu, ég vil ekki fara í ESB, því ég tel Ísland eiga betri möguleika utan þess.

Mér hefur liðið prýðilega hér á Íslandi, ég var orðinn fullorðinn þegar við tókum upp EES samninginn, mér leið prýðilega fyrir EES og reyndar eftir það líka.

ESB er óþarflega stjórnlynt fyrir minn smekk, mér leiðast allar þessar tilskipanir og reglugerðir, svo gæti ég líka trúað því að stjórnsemi þeirra fari vaxandi.

Talað hefur verið um að það þurfi að ná betri stjórn á efnahagsmálum aðildarríkjanna, vera með sameiginlega efnahagsstjórn, einnig er hætt við að þeir fari að skipta sér af sjávarútvegnum okkar.

Það má vel vera að ekkert af þessu rætist hjá mér, hvorki ég né nokkur annar getur séð fram í tímann, allt getur gerst.

Ég sé bara enga ástæðu til að ganga í ESB, þú hlítur að geta skilið það, að fólk hefur mismunandi skoðanir á málum og erfitt að segja hvað er rétt og hvað er rangt.

Þetta snýst fyrst og fremst um persónulega afstöðu hvers og eins, ég vil ekki sjá ESB inngöngu, því ég veit að vel er hægt að lifa án þess, Norðmenn vilja heldur ekki aðild, þetta er fáránleg umræða.

Ég get vel unnt mönnum þess að vilja aðild, þótt ég vilji hana ekki, mér finnst skorta mikið á víðsýni og virðingu fyrir skoðunum annarra í þessum umræðum.

Jón Ríkharðsson, 20.5.2011 kl. 22:51

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ekki misskilja mig. Jafnvel þó Ísland mundi ALDREI ganga í ESB, þá myndu okkur vegna mjög vel miðað við aðrar þjóðir. Mitt mat er að okkur muni vegna betur innan ESB en utan þess. Mest af þeirri umskiptingu sem verður við inngöngu í ESB hjá öðrum þjóðum hefur þegar orðið hjá okkur. Fyrir inngöngu í EES þá vorum við að framleiða allskyns vörur hér á íslandi, þessi iðnaður talaði mjög um að samkeppni myndu setja þá á hausinn enda var hann verndaður af tollum og ríkisstyrkjum fram og til baka. Þetta er allt rétt og satt, enda eigum við ekkert að vera framleiða stígvél hér í samkeppni við Pólland eða Kína, það sem við fengum í staðinn voru fantaflott hátækni fyrirtæki eins og Marel, Össur og CCP sem kippa sér ekkert við alþjóðlega samkeppni heldur reyna frekar að jarða samkeppni hvort hún kemur frá ESB, USA eða Kína.

Núna er það landbúnaður sem heldur uppi þessum hræðsluáróðri, taktu eftir málflutningnum hjá þeim. JAFNVEL þó við göngum ekki í ESB, þá eigi ríkisstjórnin að viðhalda heimsmeti okkar í tollavernd og niðurgreiðslum ef alþjóðaviðskiptastofnunin fari eitthvað að vasast í okkar málum. AFHVERJU eigum við að framleiða svína og kjúklingakjöt þegar við getum fengið það 70% ódýarara samkvæmt rannsóknum neytendendasamtakanna annarstaðar? Að mínu mati þá fer í gang svo kallað win win situation þegar við göngum í ESB í landbúnaðarmálum. Landbúnaðarframleiðsla minnkar EKKI, bændum hinsvegar fækkar, niðurgreiðslur og styrkir minnka, matarverð lækkar. Til dæmis myndi svína og kjúklingarækt minnka verulega eða jafnvel leggjast af en lamba og hrossa rækt mynd stóraukast.

Ég held þó að við munum smátt og smátt þróast í átt að lífsgæðum færeyinga og Grænlendinga, frábærar þjóðir og skemmtilegt fólk engin spurning, en við erum að tala hérna um mjög einhæft atvinnulíf, eflaust vegnar þeim mjög vel í kreppunni ef þeir miða sig alltaf við Grikkland og Portúgal til skamms tíma en ég vil meiri metnað heldur en það fyrir okkur.

Sjávarútvegurin er svo annað mál en samninganefndinni tekst ekki að landa almennilegri sérlausn í því máli að þá verður hvort eð er ESB aðilidnni hafnað í þjóðaratvkæði. 

Jón Gunnar Bjarkan, 21.5.2011 kl. 00:22

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Vil síðan bara benda á að Evrusvæðið var að koma út með mikinn uppgang núna á fyrsta ársfjórðungi. Þannig var til dæmis Þýskaland að negla inn nánast fjórfaldan hagvöxt miðað við USA og Frakkar meira en tvöfaldan hagvöxt miðað við USA, Þýskaland og Frakkland eru nánast helmingur þjóðarframleiðslu evrusvæðisins.

Atvinnuleysið í Þýskalandi hefur minnkað mikið í þessari svokölluðu kreppu, en það er nú komið undir 7%. ESB grýlan fyrir hrun á Íslandi var alltaf hversu hroðalegt atvinnuleysi væri í Þýskalandi, núna er Þýskaland, þetta land sem er búið að sameinast sárafátæku austur Þýskaland eftir yfirgang Sovétríkisins komið með töluvert minna atvinnuleysi en Ísland. 

Taktíkin að miða okkur alltaf við Grikkland og Portúgal er svipuð og ef við værum alltaf að miða okkur við þau ríki innan USA sem standa verst, til dæmis Californíu, eða ef pólítíkusar í Grikklandi og Portúgal væru alltaf að benda á Kópasker og Grindavík til að rökstyðja mál sitt með evrunni. 

Jón Gunnar Bjarkan, 21.5.2011 kl. 00:48

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já nafni, þetta snýst vitanlega fyrst og fremst um smekk hvers og eins.

Ég er þannig gerður, að mér finnst íslenskur matur betri en sá útlenski, hvort sem um er að ræða svínakjöt eða kjúklinga.

Eflaust er þetta sérviska í mér, en ég er bara svona svakalega sérvitur að eðlisfari.

Metnaður manna er misjafn, ég er sáttur við að hafa það nokuð gott eins og við höfum haft og halda okkur við það sem við kunnum best, án þess þó að vera á móti þróun.

Það eru til margar leiðir að sama markinu, mér leiðist bara svo óskaplega mikið þessi stjórnsemi í ESB, ég eiginlega þoli hana ekki.

En ég veit það líka að mörgum þykir þetta ekki vera stjórnsemi, skoðanir fólks eru svo mismunandi.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2011 kl. 00:53

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Evrusvæðið kemur til með að fara upp og niður eins og önnur efnahagssvæði.

Ég, eins og margir aðrir efast um að Evran standist til lengdar vegna þess að Evruríkin eru mörg svo ólík.

En enginn getur séð framtíðina fyrir, það getur vel verið að Evrusvæðin verði að sterkasta hagkerfi heimsins þótt ég efi það miðað við núverandi forsendur.

Hlutirnir eru fljótir að breytast í veröldinni í dag, ég vil bara ekki taka sénsinn á því að vera hluti af sameiginlegu ESB ríki ef það þróast útí það.

Þess vegna vil ég alls ekki ganga í ESB, en það má vel vera að hlutirnir verði allt öðruvísi í framtíðinni en okkur grunar, það er víst aldrei hægt að segja fyrir um það.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2011 kl. 00:58

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu svona að lokum, þá var ég í Þýskalandi fyrir þremur árum og talaði við verkamenn þar í landi.

Þeim leist ekkert á ESB né Evruna, þeir sögðu að það hefði verið betra að hafa markið á sínum tíma.

Ég ræddi við slatta af fólki og enginn var ánægður með ESB, öllum fannst þetta stjórnsamt bákn í engu samræmi við raunveruleikann.

Svo hefði ég getað fundið þjóðverja sem væru ánægðir með þetta allt, hlutirnir eru nefnilega ekki svartir og hvítir í tilverunni.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2011 kl. 01:01

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Öllum þjóðum finnst sinn eigin matur best.

Til dæmis þykir mér íslensk mjólk besti drykkur í heimi, íslenskt lambakjöt er hreint afbragð. Ég ætla ekkert að fara að vaða í einhvern popúlisma og fara að tala um hvernig fátækir hér á landi eigi rétt á 70% ódýara svína og kjúklingakjöti en bendi bara á það að ef íslenskir neytendur eru svona hrifnir af íslensku kjúklinga og svínakjöti og að þeir séu tilbúnir til að borga miklu meira fyrir það en innflutt kjöt að þá er ekkert sem að stoppar þá í því. Ef það er eftirspurn eftir því eftir inngöngu í ESB, nú þá hlýtur að vera framboð fyrir því. Svolítið eins og fyrir EES inngöngu að menn hafi talað um að þeir hafi verið svo sérstakir að þeir hafi viljað frekar kaupa íslensk stígvél frekar en Kínversk stígvél, þegar á hólminn kom breyttist þessi sérviska hinsvegar.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.5.2011 kl. 01:08

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á þessu landi höfum við allt sem við þurfum til að lifa í vellystingum. Allir Íslendingar. Ef við bara kunnum að fara rétt með það sem við höfum. ESB er líklega ágæt hugmynd fyrir meginlandið, en við þurfum ekkert á því að halda hér og ef sú skoðun gerir mig að Bjarti í Sumarhúsum er mér bara alveg sama.

Fyrr á öldum lágu landamerki alltaf eftir landfræðilegum mörkum, vegna þess að það var einfaldlega náttúrulegt. Þetta ágæta fyrirkomulag riðlaðist ekki fyrr en evrópsku nýlenduveldin fóru að reyna að hafa vitið fyrir móður náttúru og skipta upp landakortinu með reglustiku. Á Íslandi höfum við hinsvegar neyðst til að læra að lifa með náttúrunni í öllu sínu veldi, og erum bara orðin nokkuð góð í því. Landfræðileg mörk okkar við umheiminn eru Atlantshafið, næstu nágrannar Grænland og Færeyjar.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2011 kl. 01:40

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Varðandi það sem þú sagðir varðandi að hafa rætt við verkamenn í þýskalandi. Mikill Evrusinni mundi segja það sama eftir að hafa komið hingað til lands. Hann myndi segja löndum sínum að á Íslandi þá myndi fólk borga af lánum sínum í tuttugu ár og aldrei lækkaði höfuðstóllinn, og að klippt væri 50% af launum íslendinga vegna falls á krónunni, sumir íslendingar hefðu meira segja neyðst út í að taka erlend lán og þá hefði það litla eigið fé sem það átti gufað upp.

Almennt séð þá hefur Evran gagnast almenning miklu mun betur en krónan. Ef þú horfir á kreppu eins og á Írlandi, þá er enginn venjuleg fjölskylda sem hefur séð eigið fé sitt fuðrað upp eins og á ísland, hvað þá undarlega fyrirbæri að lán hafi hækkað um marga tugi prósent(bæði erlend lán og verðtryggð). Beinn kostnaður þessara þjóða við kreppuna er enginn, óbeinn kostnaður er sá sami og á Íslandi(aukinn skuldsetning ríkissjóðs, aukið atvinnuleysi, eignarrýrnun og svo framvegis). Obeinn kostnaður getur verið sá sami fyrir Írska og íslenska fjölskyldu en íslenska fjölskyldan tapar kannski beint 5-10 milljónum. Það er augljóst hvor hvor gjaldmiðillinn hefur reynst verkamönnum á Íslandi eða Þýskalandi betur.

Í öðrum norður evrópuþjóðum en Írlandi er svo auðvitað enginn kreppa. Að vísu kom smávegis samdráttur en honum hefur verið halað til baka, íslendingar taka hann samdrátt aftur til baka einhvern tíman 2013-2014

Jón Gunnar Bjarkan, 21.5.2011 kl. 01:42

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Guðmundur, ESB var að vísu upprunalega fyrir meginlandsríkin. ESB er hinsvegar miklu dýnamískara en menn vilja trúa. Sérlausnir er töfraorðið í þessu sambandi. ESB breytist með hverjum aðildarsamningi. Það er mikið hamrað á því að enginn varanleg undanþága fáist í ESB, þetta er rétt í þessum þrönga skilningi, vegna þess að það er engin þörf fyrir varanlega undanþágu.

Regluverkið sem var aðeins samið fyrir meginlandsríkin var allt annað en það er í dag. Til dæmis þegar smáeyja eins og Malta gekk inn, var um að ræða smáþjóð sem var nokkuð einangruð og þurfti að koma í veg fyrir að 80 milljón manna þjóð Þjóðverja myndi kaupa eyjuna upp frá grunni og hækka fasteignaverð upp úr öllu valdi, þannig fengu Maltverjar sérlausn í fasteignamálum, þeir fengu allavega tvær aðrar sérlausnir í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum. Þegar Finnland gekk inn var um að ræða landbúnað með miklu lélegri landgæði heldur en suður Evrópu, þannig var ekki hægt að ætlast til að Finnskir og Spænskir bændur kepptust með sömu ríkisstyrkjum, þannig fæddist heimskautalandbúnaðarlausnin. Svíarvildu ekki taka upp evruna. Danir vildu ekki taka upp evruna en samt vera tengdir evruna og með stuðningi ECB.

Ef þú kíkir á aðild hvers einasta lands þá sérðu að hver einasta þjóð fær sínar sérlausnir. Ekki nein einasta þjóð í allri Evrópu hefur yfir meiri sérstöðu en einmitt ísland, við yrðum minnsta þjóðin innan ESB og við erum mjög háð fiskveiðum, fiskstofnum sem eru að mestu leyti staðbundnir og ESB þjóðir hafa engan rétt að veiða í þeim stofni í dag, afhverju eiga þær þá að eiga einhvern rétt á að veiða í þeim stofnum eftir inngöngu, það er ekki hægt að færa nein rök fyrir því. Við skulum ekki gleyma því að eina ástæðan fyrir því að það er sameignileg fiskveiðistefna í ESB er vegna þess að allir þessir stofnar eru ofan í kös á hver öðrum, menn tala mikið um hvers slæmir þessir stofnar eru í dag, ég efast um að það væru einhverjir stofnar þarna enn ef ekki fyrir sameiginlega stefnu ESB. Við sjáum í dag sjálfstæðisflokkinn tala um að auka veiðar vegna fjárhagsvandræða, þú gætir rétt ímyndað þér hvernig þetta væri ef Grikkir og Portúgalar sem eru í miklum fjárhagsvandræðum myndu reyna leysa úr þeim vandræðum með að auka sinn hlut á kostnað Frakka, Ítala, Spánverja, Kýpverja, Maltverja og svo framvegis.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.5.2011 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband