Hverjir hafa brugðist?

Sjónarmið þeirra sem ákváðu að hverfa úr VG var víst það, að þeim fannst flokkurinn ekki vera samkvæmur eigin stefnu.

Þeirra sjónarmið er einmitt það, að þau séu að framfylgja stefnu VG og þau hafa vissulega rétt á þeirri skoðun sinni, við búum jú í frjálsu lýðræðisríki.

Lýðræðissinnar hljóta að fagna því, að fólk standi með sinni sannfæringu, eins og því var fagnað þegar Jóhanna Sigurðardóttir ásamt fleiri krötum stofnuðu Þjóðvaka á sínum tíma.

En lítið bendir til lýðræðisástar hjá VG, fylgisspekt við ríkisstjórnina virðist fremur ráða för hjá þeim, foringjaræði er hættulegt fyrir lýðræðið.

Skoðanakúgun í flokkum og krafa um að allir gangi í takt, ætti ekki að þekkjasti dag. 

Við eigum að virða frelsi stjórnmálamanna til að berjast fyrir sínum hugsjónum, svo skera kosningar vitanlega úr um, hvernig hugsjónir viðkomandi falla þjóðinni í geð.


mbl.is Þremenningarnir snúi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband