Viljum við réttlæti?

Það voru haldnir þjóðfundir og niðurstaða þeirra var m.a. sú, að réttlæti væri æskilegt til endurreisnar samfélagsins.

Gerð var rannsóknarskýrsla sem benti á það, að góð hugmynd væri að fara eftir lögum.

Allir virðast vera á þeirri skoðun að eftirfylgni við lög og ástundun heiðarleika, ásamt því að rækta með sér réttlætiskennd sé aldeilis prýðisgott fyrir þjóðfélagið.

Þeta er óskaplega fallegt og sætt, en hvað um framkvæmdina.

Tvær meginstoðir réttaríkis eru þær, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og enginn sé sekur uns sekt sé sönnuð.

Mörgum þykir þetta hljóma nokkuð vel, nema ef viðkomandi er sjálfstæðismaður, þá er hægt að þverbrjóta allar reglur.

Hefð mun vera fyrir því, að glæpamönnum sé birt ákæran á undan fjölmiðlum. Í tilfelli Geirs H. Haarde, þá virðast önnur lögmál gilda. 

Ekki veit ég hvort saksóknarinn í máli hans sé á þeirri skoðun, að Geir sé versti skúrkur þjóðarinnar, en æði vafasamt hlýtur það að teljast og ámælisvert, að birta ákæruna í fjölmiðlum, áður en hann fær hana í hendur.

Og að gefa það út, að meiri líkur en minni séu á því, að hann verði sakfelldur.

Þjóð sem vill réttlæti, getur ekki beitt mann óréttlæti fyrir það eitt, að vera sjálfstæðismaður.

Ef svo er, þá heitir það pólitískar ofsóknir, ekki veit ég hvort þjóðinni þykir gott að vera líkt við Sovétríkin gömlu og skyldar þjóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákvæmlega:

Þjóð sem vill réttlæti, getur ekki beitt mann óréttlæti fyrir það eitt, að vera sjálfstæðismaður.

Jón Snæbjörnsson, 24.5.2011 kl. 15:39

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér nafni, annars hef ég stundum grun um, að fólkið á þjóðfundinum hafi gleymt að skilgreina hugtakið "réttlæti", því þó það virðist auðskilið, þá skynjar fólk það á ólíkan hátt.

Mér finnst allavega frekar lítið fara fyrir réttlæti í samfélaginu um þessar mundir, enda er heimurinn svo sem ekki mjög réttlátur í eðli sínu.

Jón Ríkharðsson, 24.5.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband