Miðvikudagur, 25. maí 2011
Kjör alþingismanna.
Ekki ætla ég að halda því fram, að þingmenn hafi of há laun, en núna er ekki rétti tíminn til að bæta þeirra kjör.
Grunnlaun þingmanna munu vera 520.000. og það er hærri upphæð heldur en margir geta látið sig dreyma um, svo kemur eitthvað ofan á kaupið hjá þeim.
Það merkilega er, við fólkið sem situr á þingi, að engin stétt önnur leggur eins mikið í sína starfsumsókn og tilvonandi þingmenn gera.
Það er bókstaflega allt lagt undir, fólk eyðir peningum í að auglýsa sig osfrv.
Svo þegar þjóðin hefur látið það eftir viðkomandi, að kjósa hann á þing, þá er farið að nöldra yfir kaupinu, en laun þingmanna eru engin leyndarmál, þannig að auðvelt ætti að vera fyrir umsækjendur að kynna sér kjörin áður en ákvörðun er tekin.
Ef menn þurfa að borga með sér, á þessum launum, þá þarf viðkomandi að skoða í hvað er verið að eyða peningunum.
En aftur á móti þegar og ef, þingmönnum tekst að koma málum þannig fyrir,að hagur þjóðarinnar eflist til muna og árangur sést af þeirra störfum, þá er hægt að skoða hækkun launa.
Þjóðfélag sem hefur ekki efni á að hlúa almennilega að þeim sem minna mega sín, hefur ekki efni á að borga ráðamönnum sínum mjög há laun.
Athugasemdir
Nákvæmlega Jón, ég skil því ekki af hverju þingmenn sækjast svona eftir þessu starfi, fyrst það er svona illa launað.
Eyjólfur G Svavarsson, 25.5.2011 kl. 15:26
Jón. Sammála þér.
Tryggvi Þór Herbertsson hefur áhyggjur af þessum kjaramálum þingmanna, ætli hann sé að velta fyrir sér verkfalli, svo hann þurfi ekki að svelta vesalings fátæklingurinn?
Hann er líklega búinn að týna hugsjóninni, sem knúði hann á þing, til að "bjarga" Íslenskum almenningi frá sínum kreppu-kjörum?
Hann ætti að leita undir stól eða ofan í skúffu að týndu hugsjóninni sinni, það er að segja ef er ennþá pláss á þessum tveimur stöðum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2011 kl. 00:26
Ég skil það ekki heldur Eyjólfur minn, menn ættu að kynna sér kaup og kjör áður en þeir sækjast eftir jobbinu.
Annars finnst mér þetta ekki lágt kaup, þótt deila megi um hvað sé lágt kaup og hvað sé hátt.
Þetta er bara alvitlausasti tíminn fyrir þingmenn að óska eftir kjarabótum, fyrst þarf að sjá til þess að almenningur geti lifað þokkalegu lífi.
Jón Ríkharðsson, 26.5.2011 kl. 01:01
Anna mín, ég efast um að Tryggvi Þór þurfi að svelta um þessar mundir, hann kveðst vera svo ríkur að hann geti ennþá borgað með sér.
Þótt þetta séu engin ofurlaun, þá ættu þau að duga ágætlega fyrir venjulegt fólk og svo þarf að temja sér nægjusemi, það er ölum hollt.
Jón Ríkharðsson, 26.5.2011 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.