Afar sérstæð landkynning.

Hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason, tilheyrir hópi þeirra sem telja hagsmunum okkar best borgið innan vébanda ESB.

Hann hefur ásamt mörgum öðrum skoðanasystkinum sínum, bent á það, að smáríki geti haft talsverð áhrif innan ESB og jafnvel látið í það skína, að Brusselmenn muni hlusta á tillögur íslendinga um hin ýmsu mál.

Á sama tíma stendur hann í afskaplega sérstæðri landkynningu, en hún felst í því, að sannfæra útlendinga um heimsku og vanhæfni íslensku þjóðarinnar.

Prófessorinn er steinhissa á því, að fólk í öðrum löndum, skuli ekki hafa verið upplýst almennilega um það klúður, að hans mati, að leggja niður Þjóðhagsstofnun. 

Hann er nokkuð hress með það, að útlendingar geti séð, hvernig hæstiréttur ætlaði að eyðileggja möguleika hans til setu á Stjórnlagaþinginu, en eins og allir vita þá reddaði Jóhanna honum fyrir horn, með því að gera lítið úr hæstarétti, en það er önnur saga.

Honum finnst að þýða ætti rannsóknarskýrsluna á útlensku, til þess að útlendingar geti séð hversu vonlaus stjórnsýslan er hér á landi..

Honum er mikið í mun, að sannfæra aðrar þjóðir um þá skoðun sína, að hér á landi sé handónýt stjórnsýsla, vonlaus hæstiréttur og að þjóðin sé ekki hæf til að standa á eigin fótum.

Erfitt er að sjá, hvernig hægt er að fá útlendinga til að taka mark á þjóð, sem hefur handónýta stjórnsýslu og vanhæfan hæstarétt ásamt því að geta ekki staðið á eigin fótum.

Ætli stjórnarskrá Suður- Afríkubúa hafi svörin við því?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Danir voru eitthvað að malda í móinn um daginn, ég man nú ekki um hvað það fjallaði´, en þá sagði stórveldið ESB að litla Danska þjóðin hefði eitthvað verið að TÍSTA. Mér var nú hugsað til okkar Íslendinga sem eru nú mörgum sinnum færri en Danir,  hvernig við mættum þá tjá okkur. Sennilega mættum við ekki einusinniTÍSTA, hvað þá meir! En kannski getur Þorvaldur Gylfason frætt okkur um það hvernig smáríki geti tjáð sig þar??

Eyjólfur G Svavarsson, 29.5.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband