Föstudagur, 10. júní 2011
Hvar eru niðurrifsöflin?
Hæstvirtur fjármálaráðherra talar um að stjórnarandstaðan neiti að horfast í augu við, hversu gott ástandið er orðið fyrir tilstuðlan hans og annarra stjórnarliða.
Því verður ekki neitað, að fjármálaráðherrann hefur mikinn sannfæringarkraft, því hann trúir greinilega sjálfur, að allt sé á uppleið.
Staðreyndin er sú, að það sem gengur vel hér á landi, er ekki ríkisstjórninni að þakka.
Fjárhagur þjóðarinnar er ekki alslæmur, en það er ekki vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, heldur vegna lána frá AGS, en lán eru skammgóður vermir eins og við þekkjum, og svo hefur lágt gengi krónunnar hjálpað til.
Hin "jákvæða" skýrsla AGS, sem fjármálaráðherra vitnaði í, bendir á að efnahagur landsins sé brothættur, til þess að hann verði viðunandi, þarf stóriðju og erlendar fjárfestingar.
Ólíklegt er að VG stuðli að stóriðju hér á landi og tafir á erlendri fjárfestingu koma til, vegna pólitísks óstöðugleika hér á landi meðal annars, gjaldeyrishöftin spila þar líka stóra rullu.
Það ætti að vera hverjum manni ljóst, hvar niðurrifsöflin halda sig.
Þau eru vitanlega fyrst og fremst til staðar hjá ríkisstjórninni, þess vegna ætti hún að víkja hið fyrsta, til þess að hjólin fari að snúast á ný.
Fordæmir niðurrifsöfl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
steingrímur er veruleikafirrtur
Gunnar Waage, 10.6.2011 kl. 21:10
Þakka þér fyrir Gunnar minn og afsakaðu töfina á svarinu, ég var að koma í land og hafði ekki tíma til að vera á netinu í síðasta túr.
En ég er innilega sammála þér eins og alltaf.
Jón Ríkharðsson, 13.6.2011 kl. 20:05
hvernig fiskast, ertu á trolli ?
Gunnar Waage, 14.6.2011 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.