Verkalýðshreyfingin lærir seint.

Ein helsta ástæða þess, að ég gerðist sjálfstæðismaður er sú, að ég ólst upp í verkamannasamfélagi og við fundum það á eigin skinni, hvernig launahækkanir hafa farið með verkalýðinn.

Vinstri menn hafa stöðugt barist fyrir fleiri krónum, en minna hugsað um það sem máli skiptir, verðmæti peninganna.

Nú er sama hringavitleysan að endurtaka sig, verkalýðsforystan heimtar hærri laun, á sama tíma og það þrengir að fyrirtækjum landsins.

Það getur ekki endað öðruvísi en með verðbólgu, sem hækkar afborganir lána og verð á nauðsynjum.

Þess vegna hef ég aldrei verið hrifin af verkalýðsfélögum, þótt ég hafi stundað verkamannavinnu alla tíð, aðallega þó til sjós.

En ég er ánægður með sjómannaforystuna fyrir það, að hafa sagt sig úr ASÍ.


mbl.is Skriða hækkana vofir yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón, þetta er eina vopnið sem svo margi eiga til að "berjast" fyrir sig .... ég hef setið fundi með "framvörðum" stjórnmálaflokka sem höfðu ekki hugmind um td hver laun strafsmanna ummönnunarstofnana voru - töldu sumir að hér væri fólk að fara með rangt mál - fyrir viðkomandi voru lagðir launaseðlar því til staðfestingar, dugði skammt og ekkert að gert NEI Jón  ... Sjálfstæðisflokkurinn á að vera flokkur allra "stétt með stétt" manstu ?

Þannig rísum við enn hærra í hugum fólks

Jón Snæbjörnsson, 14.6.2011 kl. 09:37

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er alveg sammála því kæri nafni að laun flestra stétta eru of lág og laun ummönnunarstétta eru langt fyrir neðan eðlileg mörk.

Það sem ég átti við í pistlinum var, að launin þurfa að vera í samræmi við greiðslugetu fyrirtækja, öðruvísi ganga hlutirnir ekki upp.

Ummönnunarstörf eru lágt metin, því miður og forgangsraða þarf öðruvísi hjá hinu opinbera, því þar eru mörg ágætlega launuð störf sem skila litlu sem engu, t.a.m. í hinni ofvöxnu utanríkisþjónustu.

Við þurfum að leita leiða til þess að ná í meiri peninga, öðruvísi er ekki hægt að hækka launin.

Enn og aftur, þá leiða laun umfram greiðslugetu til verðbólgu og það veldur ranverulegri kjararýrnun, þannig að launahækkanir í gegn um tíðina hafa oftast ekki verið raunverulegar kjarabætur.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 09:44

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er kanski heppinn ... en margir mundu "prísa" sig sæla og kanski ekki berjast fyrir umfram launahækkunum ef þeir fengju afskriftir skulda eins og sum fyrirtæki hafa fengið svo milljörðum skiptir ...... enda er eftir þeim haft að reksturinn sé allt annar eftir þá aðgerð .. sérðu ekki fyrir þér nafni .... fjölskyldurnar með þá einföldu hugsun; launin eru kanski ekki svo lág en skuldirnar >> ef þær væru ekki svona miklar .... fullorðið fólk á vissulega að bera sínar eigin birgðar sem það kemur sér í en þá verður að vera "réttlæti" í samfélaginu ....

Eitt sinn voru laun "verðtyggð" ... svo var það tekið af ..... er verðtrygging lána uppbót á launafólk í dag ... varla

Jón Snæbjörnsson, 14.6.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband