Óvönduð blaðamennska Fréttablaðsins.

Mörgum hættir til að gleypa það hrátt, sem þeir lesa í fjölmiðlum og þess vegna er þjóðfélagsumræðan á eins lágu plani og raun ber vitni.

Í Fréttablaðinu í dag birtist efst á bls. 16. í dálki sem heitir "Frá degi til dags" umfjöllun um "Vinstri vaktina gegn ESB".

Þar segir m.a.: "Vinstri vaktin gegn ESB er nýr félagsskapur og nýverið var opnaður vefur með boðskap hans".

Sú umfjöllun er ekkert annað en lygaspuni frá rótum og greinilegt að sá sem skrifaði hana, hafi ekki haft fyrir því að kynna sér staðreyndir málsins, Vinstri vaktin gegn ESB er ekki félagsskapur heldur bloggsíða vinstri manna innan Heimssýnar.

Væri um klofning að ræða, þá væri ég varla dyggur lesandi þessarar góðu síðu og ef menn leita í bloggvinahópi mínum, þá er ég einmitt bloggvinur Vinstri vaktarinnar, enda ágætis vinir mínir og félagar sem stjórna henni.

Ég er í stjórn Heimssýnar og sit stundum fundi framkvæmdarstjórnar þegar ég er í landi. Það vill einsmitt svo til, að ég sat fundinn, þar sem að Ragnar Arnalds tilkynnti fyrirhugaða stofnun "Vinstri vaktarinnar".

Ragnar benti á það, að Evrópuvaktin höfðaði frekar til hægri manna, vegna þess að ritsjórarnir eru jú báðir sjálfstæðismenn, honum fannst vanta sambærilega síðu, sem myndi höfða til vinstri manna.

Við ræddum þetta talsvert, m.a. kom fram að sökum þess að Evrópuvaktinni væri ritsýrt af hægri mönnum og hægri menn skrifuðu í hana, þá væri hætt við ESB sinnar héldu áfram að hengja umræðuna á útgefanda Morgunblaðsins og ritjórn þess, þannig að þjóðin færi þá að trúa því, að það væru eingöngu þröngir sérhagsmunir útgerðarmanna sem börðust gegn aðild.

Menn urðu sammála um það, bæði vinstri menn og hægri menn, að það væri góð hugmynd hjá vinstri mönnum að  stofna sérstaka síðu til þess að sýna fram á, að aðildarandstæðingar kæmu úr mörgum og ólíkum áttum.

Ég get fullyrt það, að í Heimssýn ríkir mikil samstaða á meðal manna og skiptir þar engu máli, hvort fólk er til hægri eða vinstri.

Heimssýn eru þverpólitísk samtök sem berjast gegn aðild að ESB og þar er enginn klofningur, þvert á móti mikill einhugur og sterk samstaða, óháð flokksírteinum.

Nú þarf Stefan Füler að fara að drífa sig hingað, til þess að kenna aðildarsinnum að notast við staðreyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband