Mánudagur, 27. júní 2011
Hvar er stjórnarandstaðan núna?
Því miður virðumst við hér á landi ekki aðeins búa við handónýta ríkisstjórn, heldur slappa stjórnarandstöðu líka.
Ágætlega ritfærir menn og hagsmunasamtök hafa verið að gegn störfum þeim, sem stjórnarandstaðan á þingi á að vera að gera og nú hefur FÍB bent á rangfærslur í máli fjármálaráðherra þjóðarinnar, en það mun ekki vera fyrsta lygin sem leiðtogar ríkisstjórnarinnar koma með, án athugasemda frá stjórnarandstöðunni.
Vitanlega eiga þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna, allir sem einn að finna veika punkta í málflutningi ríkisstjórnarinnar og koma þeim á framfæri við þjóðina, af mörgu er að taka.
Fjármálaráherrann laug því í Kastljósviðtali, að ríkið þyrfti að fara í aðra sjóði til þess að fjármagna vegagerð í landinu, en miðað við útreikninga þeirra hjá FÍB, þá er verið að taka stóran hluta af því fé sem kemur til vegna skatta af umferð í landinu.
Tvennt kemur til greina, annað hvort laug fjármálaráðherra eða þeir hjá FÍB. Miðað við fengna reynslu, þá virðist líklegra að fjármálaráðherrann hafi logið.
Gera athugasemdir við ummæli ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er eithver Stjórnarandstaða til??
Vilhjálmur Stefánsson, 27.6.2011 kl. 21:16
Svei mér þá Vilhjálmur, ég veit það ekki, svona í hreinskilni sagt.
Jón Ríkharðsson, 27.6.2011 kl. 23:45
þú veist betur en þetta Jón ...
Jón Snæbjörnsson, 28.6.2011 kl. 10:43
Veistu það nafni minn Snæbjörnsson, að þótt það sé vitanlega stjórnarandstaða hér á landi, þá er hún óttalega slöpp þótt einstaka þingmenn eigi stundum þokkalega spretti.
Eiginlega á ég verst með að skilja mína menn, því enginn flokkur hefur fengið á sig eins miklar árásir á þingi og í þjóðfélaginu, samt svara kjörnir fulltrúar flokksins yfirleitt aldrei fyrir sig.
Og að hluti stjórnarandstöðunnar skuli hafa samþykkt Icesave finnst mér vitanlega út í hött, ég er svo sem búinn að fyrirgefa forystunni það vegna þess að þau höfðu þó vit á að halda sig til hlés í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Það er engin alvöru stjórnarandstaða sem berst ekki af fullum þunga á móti ríkisstjórn sem er vanhæf að flestu leiti, það vantar bæði snerpu og kraft í hana.
Jón Ríkharðsson, 28.6.2011 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.