Þjóðin þarf öflugan Sjálfstæðisflokk.

Það er óumdeilt að sjálfstæðisstefnan er sú stjórnmálastefna sem virkar langbest hér á landi, enda er Sjálfstæðisflokkurinn sprottinn úr alíslenskum jarðvegi og stefna hans túlkar vilja hinnar íslensku þjóðarsálar.

Þegar sjálfstæðisstefnan hefur fengið að ráða hér á landi, þá hafa framfarir orðið hvað mestar, en þegar vinstri stefna hefur ríkt, þá hefur ríkt hér á landi sundurlyndi og almennur vandræðagangur í efnahagsmálum.

Nú dettur einhverjum vinstri manninum eflaust í hug, að ég hafi fengið forskrift frá Valhöll, en ég notast eingöngu við sögubækur og þá reynslu sem ég hef hlotið af því að lifa hér á landi alla tíð, ég ólst nefnilega upp hjá fjölskyldu sem tilheyrði verkalýðsstétt á þeim tíma sem vinstri stjórnir voru með verðbólguna á fullu, það gerði mig að hörðum sjálfstæðismanni, ég fékk nefnilega að finna vinstri stefnuna á eigin skinni.

Ágæt bók sem ég glugga stundum í, var skrifuð af vinstri manninum Illuga Jökulssyni, hún heitir "Ísland í aldanna rás 1900-2000" og hún staðfestir það ásamt fleiri rituðum heimildum, að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka.

Meira að segja hafa margir hugsandi og greindir vinstri menn bent á það, að Sjálfstæðisflokkurinn nái betur að skapa samstöðu heldur en hinir flokkarnir.

Ef við skoðum þær framfarir sem átt hafa sér stað á síðustu öld, þá var Sjálfstæðisflokurinn ráðandi afl í ríkisstjórn.

Jafnaðarstefnan og Sósíal-Demókratismi eru stefnur sem fluttar voru hingað til lands, af fólki sem var heltekið af reiði. 

Á fyrstu áratugum síðustu aldar var frjór jarðvegur fyrir alla þá sem vildu skapa sér tækifæri til vaxtar. Ungir og dugmiklir menn keyptu sér báta, síðan togara og að lokum frystihús, þeir urðu vellauðugir vegna eigin dugnaðar. Oft voru þetta menn sem komu frá fátækum heimilum, þannig að þeir höfðu ekki efni á neinni menntun.

Svo voru ýmsir sem höfðu ekki þann dug né þann vilja sem þarf til þess að efnast, þeir fylltust af öfund og urðu bitrir, það voru þeir sem að studdu hina útlensku vinstri stefnu sem aldrei hefur átt sér rætur í íslenskum jarðvegi.

Einnig var fullt af fólki sem gladdist með þeim sem dugmiklir voru, unnu fyrir þá alla æfi og tengdust þeim djúpum vinarböndum. Sumir kjósa frekar meiri ró í sínu lífi og finnst betra að vinna hjá öðrum, án þess að verið sé að öfundast út í þá sem auðgast vel og efnast á eigin dugnaði.

Þeir sem eru tilbúnir til að byggja upp rekstur og veita fólki vinnu og þeir sem eru tilbúnir til að vinna fyrir fyrirtækin í sátt við sína vinnuveitendur, þeir eru táknmynd fyrir "stétt með stétt".

Hægt er að nefna mörg dæmi þess, að atvinnurekendur fyrri hluta tuttugustu aldar hjálpuðu sínum starfsmönnum mun meira en þeim bar skylda til, þeir voru að umbuna góðum starfsmönnum og sáu hag í að halda þeim.

Í anda sjálfstæðisstefnunnar er hægt að skapa sátt milli stétta, góður verkamaður fær ávallt sitt framlag til baka, ef vinuveitandi hans er hugsandi manneskja, en vitanlega eru til undantekningar í þessu eins og öðru.

Við höfum nú búið við vinstri stjórn í rúmlega tvö ár, íslendingar hafa fengið að reyna það á eigin skinni hvernig vinstri stefnan virkar.

Skjaldborg heimilanna var afhent erlendum vogunarsjóðum, ekki vegna illsku stjórnvalda, heldur vegna ragmennsku og heimsku frá þeirra hendi. Vinstri stjórnin hefur ekki kjark til þess að standa uppi í hárinu á erlendum ríkjum, það eina sem hún getur er að ljúga að kjósendum sínum og ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn olli ekki hruninu, heldur gerðu sjálfstæðismenn ýmislegt til þess að milda það eins mikið og kostur var. En því er ekki að neita, að sjálfstæðismenn gleymdu sér í öllu góðærinu og juku ríkisútgjöld meira en eðlilegt gat talist. Hrun bankanna sá enginn maður fyrir, þótt ýmsir hefðu haft grunsemdir þar að lútandi, en grunsemdir einar og sér geta aldrei leitt til harkalegra aðgerða eins og öllum ætti að vera ljóst.

Þjóðin þarf að lesa sögubækur og kynna sér raunveruleikann eins og hann er, ekki taka mark á vinstri mönnum því þeir lifa ekki í raunveruleikanum.

Allir þeir sem aðhyllast frjálslynda hægri stefnu eiga að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn og taka þátt í að byggja hann upp, landi og þjóð til heilla.

Í ljósi sögulegra staðreynda, þá gengur íslensku þjóðinn ávallt best, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur.

Hægt er að skilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir eru brotnir um þessar mundir vegna þess að heiðarlegu fólki hættir til að taka ásakanir oft á tíðum óþarflega nærri sér.

En sjálfstæðismenn þurfa ekki að skammast sín fyrir neitt, það þurfa vinstri menn að gera.

Engin dæmi hafa komið fram sem styðja það, að leiðtogi sjálfstæðismanna hafi vísvitandi logið að þjóð sinni og logið upp á pólitíska andstæðinga, jafnvel er gengið svo langt að einn heiðarlegasti stjórnmálamaður samtímans er settur á sakamannabekk til þess að þjóna röngum málsstað, jafnvel þótt erlendir fjölmiðlar hrósi honum fyrir hárrétt viðbrögð í aðdraganda hrunsins.

Þegar verið er að verja vonlausa stefnu, þá dugar sannleikurinn ekki, þess vegna er gripið til lyga og ómerkilegra áróðursbragða.

Sjálfstæðismenn geta auðveldlega varið sig, því sannleikurinn sigrar ávallt lygina að lokum.

Nú er lag fyrir alla þá sem aðhyllast hagsæld og frelsi að taka þátt í að byggja Sjálfstæðisflokkinn upp og láta sínar skoðanir í ljós.

Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi það með óyggjandi hætti, að í þeim flokki virkar grasrótin, því forystan hefur lýðræðishugsunina að leiðarljósi. Grasrótin mótmælti allri málamiðlun varðandi ESB, forystan var á öðru máli, en hún lét undan.

Forysta Sjálfstæðisflokksins vildi að við samþykktum síðustu Icesave samninganna. grasrótin mótmælt og forystan ákvað að láta málið í hendur þjóðarinnar. Forysta Sjálfstæðisflokksins veit það nefnilega, að það er hinn almenni flokksmaður sem ræður að lokum og forysta flokksins kann að láta undan og virða lýðræðið.

Það þarf kjark til að játa sig sigraðan og gera það með sæmd, halda síðan áfram að starfa með sínum flokksmönnum, án þess að vera með læti.

Kjarklausar forystusveitir vinstri flokkanna kunna ekkert annað en að ljúga, svíkja eigin þjóð og pína almenning með ofursköttum, en þau þora ekki fyrir sitt litla líf að standa í hárinu á útlendingum.

Það má reynda kenna sjálfstæðismönnum um það, vinstri menn eru svo vanir því að geta sparkað í þá án þess að vera svarað til baka, þannig að um leið og einhver blæs á þau, þá falla þau eins og skot.

Að lokum hvet ég allt hugsandi fólk til að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, því augljóst er að hann er eina aflið sem hugsanlega getur bjargað þjóðinni og reist hana við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband