Miðvikudagur, 29. júní 2011
Jæja, þá er ég orðinn stjórnlyndur.
Til að efla víðsýni mína og svala fróðleiksþorstanum, þá skoða ég gjarna hina ýmsu miðla í netheimum og þar á meðal "eyjuna.is".
Eftir að hafa lesið nokkra pistla þar. þá hef ég komist að því að í augum sumra þar á bæ, telst ég víst mjög stjórnlyndur maður.
Það kemur mér vissulega á óvart, því ég á fimm börn og hef alltaf hvatt þau til að hlusta á sína innri rödd og ekki láta aðra segja sér fyrir verkum, þannig að varla telst ég stjórnlyndur faðir, en ég leitast nú samt við að kenna þeim muninn á réttu og röngu, svona í almennum skilningi.
Ég á tvær yndislegar dætur sem eru fullorðnar konur, önnur þeirra er hlutlaus í pólitík, hin er mikið á móti Sjálfstæðisflokknum, hún telur hann gjörspilltan. Ekki reyni ég að hafa áhrif á hennar skoðanir í þeim efnum, okkar samskipti eru mjög ánægjuleg og gefandi, ég hef gaman af að hlusta á hana skammast út í flokkinn minn og hneykslast á þráhyggjunni í gamla manninum.
Aldrei hef ég fundið hjá mér þörf til að stjórna lífi nokkurs manns, enda finnst mér það ósvífni og óþverraskapur, það á hver og einn að hafa frelsi til að segja sínar skoðanir, alveg eins og ég hef frelsi til að segja mínar.
En hvers vegna er ég svona stjórnlyndur?
Jú það er vegna þess að ég vil alls ekki og geri enga málamiðlun þar að lútandi, ganga í ESB.
Og vegna þess að ég er ekki einu sinni tilbúinn til að íhuga niðurstöður samningsins og breyta um skoðun, ef hún verður okkur hagfelld, þá er ég stjórnlyndur.
Þyrfti ekki einhver að kenna Evrópusambandssinnunum hina raunverulegu merkingu orða?
Athugasemdir
Mikið er ég hjartanlega sammála þér.
Það kemur ekki til greina að ég samþykki að Ísland gangi í þetta ofstjórnarapparat sem heitir ESB.
Alveg nákvæmlega sama hvaða kanínur Össur og co draga upp úr hattinum þarna úti í Brussel !
Þó svo að ég telji mig mjög frjálslyndan, víðsýnan heimsmann og Evrópusinna líka. Þá hefur það bara ekkert að gera með það hvort ég sé á móti þessu þungglammalega stjórnarfarslega stórslysi sem þetta skrifræðisapparat er.
Ég tel reyndar að ESB apparatið sé mesta tilræði við frjálst og opið lýðræði, síðan Sovétríkin gömlu liðu undir lok !
Gunnlaugur I., 29.6.2011 kl. 09:44
Þakka þér fyrir Gunnlaugur, ég hef svipaða sýn á ESB og þú, svo finnst mér íslensku ESB sinnarnir vera ósanngjarnir gagnvart ESB.
Ósanngirni þeirra birtist fyrst og fremst í því, að þeir vilja njóta góðs af aðildinni en ekkert láta í staðinn, ég efast um að það gangi til lengdar.
Draumórar þeira um Evruna finnst mér kjánalegir, íslendingar hafa ekki staðið sig vel í hagstjórninni, hér hefur verið eytt meira heldur en þjóðin hefur aflað, slík aðferðarfræði gengur heldur ekki með Evru.
Jón Ríkharðsson, 29.6.2011 kl. 10:01
Þú ert duglegur við skriftirnar Jón. Mig langar til að mæla með pístli dagsins hjá þér. Er honum algjörlega sammála og get tekið undir það allt saman. Vil sérstaklega taka fram að ég er ekki stjórnlyndur. Hef alltaf virt skoðanir annarra og vona að sem flestir leyfi mínum skoðunum að njóta sín.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 29.6.2011 kl. 10:10
Þakka þér fyrir Sigurður minn, vitanlega erum við ekki stjórnlyndir þótt margir ESB sinnar vilji meina að svo sé.
Ég þakka þér kærlega fyrir að mæla með pistli mínum, slíkt gleður mig vitanlega afskaplega mikið.
Einnig get ég sannarlega mælt með því sem að þú skrifar og hvet alla til að lesa það með opnum huga. Þú hvetur okkur til að leita betur inn á við og hugsa um heildarmynd lífsins.
Ég les allt sem þú skrifar, stundum er ég hálf latur og andlaus, þá nenni ég ekki að setja inn athugasemd, en vita skaltu Sigurður, að þínir pistlar hreyfa alltaf við mér og fá mig til að hugsa, enda eru þeir skrifaðir af djúpum skilningi á veröldinni.
Fólk mætti líka huga meira að kærleikanum, en hann er mjög ríkjandi í þínum skrifum og ég er oft hissa á hversu fáir lesa það sem þú skrifar.
Jón Ríkharðsson, 29.6.2011 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.